Cessna fyrir MD í Mílanó Það var ekki gaman að hlusta á fréttirnar í morgun.
Vinnufélagi minn er staddur í Mílanó, eftir að hafa flogið
þangað í gærkvöldi með SAS frá Køben. Sennilegast var
hann í sömu flugvél.

Nú er komið í ljós að orsökin var Cessna Citation II sem var á
röngum stað á röngum tíma. Ég átti mjög erfitt með að skilja
hvað maðurinn var að vilja á Skyhawk í svartaþoku á
alþjóðlegum flugvelli. Allan morguninn var bara talað um
fjórar manneskjur í Cessnu, gott ef einhver fréttastofan sagði
ekki fjögurra sæta cessnu.

FAA í Bandaríkjunum hefur verið með heilmikið átak síðustu
mánuðina til að koma í veg fyrir “runway incursions”. Er hægt
að gera eitthvað annað en að mennta flugmenn og
flugumferðarstjóra ? Hvað var að gerast í Mílanó ? Var
Cessnan með heimild í brautarstöðu á einhverri brautinni eða
átti hann að bíða einhvers staðar ? Var þetta misskilningur í
samskiptum eða villtist flugmaðurinn bara í þokunni ?

Hefði SAS flugstjórinn getað gert eitthvað til að afstýra þessu ?
Það er talað um að hann hafi reynt aða beygja frá, er einhver
möguleiki að lyfta svona vél yfir hindrun ? Hvað gerist þegar
þú stígur snöggt á rudder nálægt rotation speed ?

Nú eru aftur allar brautir í notkun á BIRK. Þá gildir að hlusta á
turninn og horfa í kringum sig. Sennilega er þó enn
mikilvægara að horfa í kringum sig, miðað við hvað turninn
hefur stundum lítinn áhuga á að stjórna umferðinni.

Kristbjörn