Margir gera sér ekki grein fyrir því að þónokkur flugslys hafa orðið á Reykjavíkurflugvelli gegnum
tíðina. Hér á eftir er handahófskennd uppröðun í grófri tímaröð
en gaman væri að ef menn eins og Eggert Norðdahl og hans líkar , gætu “ updaterað” svona
lista ,- leiðrétt og bætt við. Þetta er hluti af sögu vallarins………

- Á fyrstu árum flugsins lentu tveir í skrúfu tvíþekju í vatnsmýri . Annar lést ,
hinn varanlegur öryrki. (19??)

- P-40 orustuflugvél flaug lágt yfir 20 eftir “ pull up” , lenti í loftneti og
krassaði í Nauthólsvík . Flugmaðurinn fórst og var Keflavíkurflugvöllur
skírður í höfuðið á honum. Mike´s Airfield. ( 194?)
- B-25 kom inn til lendingar á 14 með dautt á V- hreyfli. Fékk rautt ljós
úr turni og “ go around” því einhver var að hjóla yfir braut. Hann gaf allt
í botn og beygði á dauða mótorinn og fór inn í hús v. Karlagötu. 5 (?) fórust ,( 194?.)
- B-24 fór í loftið á 20 , en kviknaði í henni ,- flaug V- umferðarhring logandi og
brotlenti á 20. Nokkrir slösuðust ,(?)
- Whitley kom til lendingar á 02 á einum mótor og krassaði nærri þar sem
Umferðarmiðstöðin er nú ( 2 slasaðir) 194?)
- Piper Aztek í blindflugsflugtaki á 14 , missti afl . Fórst við brautarenda 20.
Tveir fórust. ( 196?)
- Beechcraft fórst í flugtaki á 02 v. snjós og ísingar á vængjum. Kom niður
nærri Norræna húsinu. ( 7 farþegar um borð held ég). Lítil meiðsl. 197?)
- DC- 4 frá FAA yfirskaut í lendingu á 20 og fór útí sjó. Engin meiðsl. (196?)
vélin ónýt.
- Casa flutningaflugvél fórst í lendingu á 02 (198?) og með henni 4 (?)
- TF-GTI , Cessna 210. 2000. 6 fórust og jafnframt mannskæðasta
flugslys á RVK velli.


Slysin eru fleiri og einhver líka við eða nærri vallarsvæði , en látum þetta duga.