Mikil umræða hefur verði undanfarið (í meira en ár) um þetta flugslys sem varð í Skerjafirði um verslunarmannahelgina í fyrra. Alltaf er að koma upp nýjir fletir, s.s. eins og birting einkasamtals flugumferðastjóra í Fréttablaðinu um daginn. Oft hefur mér þótt málflutningurnn ómálefnalegur, eða menn eru að túlka eitthvað sem þeir hafa ekki fullan skilning á. Þessi umræða, sem hefur nánast eingöngu átt sér stað í fjölmiðlum, hefur rýrt álit fólks á Flugmálastjórn og flugöryggi almennt og einstaklingar hafa verið dregnir inn í umræðuna. Menn vilja láta líta svo út að um stórt samsæri sé í gangi í flugheiminum. Hvað finnst mönnum um þetta????
Í umræðuna virðist vanta innlegg frá flugáhugamönnum og spekúlöntum sem fylgjast með þróun mála. Það þarf kjarngott inlegg frá fagfólki í þessa umræðu, annars verður hún leidd af fólki (fjölmiðlum) sem ekki grunar hversu slæm áhrif óvönduð umfjöllun getur valdið.
Kveðja