Þetta var í raun eitt sögufrægasta flugslys seinni heimstyrjaldarinnar þar sem yfirmaður alls herafla
bandamanna ferst , ásamt 13 öðrum ,( að mig minnir) , og
spurst var fyrir um þennan atburð á þessum þræði.
Ég hef stúderað þetta slys og oft komið á slysstaðinn eftir
að ég fann hann skv. leiðbeiningum gamals manns frá Ísólfsskála
austan Grindavíkur. Slysstaðurinn er efst í V- hlíð
Fagradalsfjalls , á sk. “ Kasti” , en þar er allt brak
horfið , utan annað aðalhjólastellið sem liggur í grýttri
hlíðinni. Bandarískir hermenn tóku það litla sem var eftir
sem minjagripi. Ég á þó eitt púströr , eða bút af beygluðu
púströri úr þessari B-24 “special transport” sem þurfti aðeins
um 10 metra til að komast yfir fjallið.! Consolidated B-24
var fjögurra hreyfla sprengjuflugvél með 4 Pratt& Whitney
mótóra R-1820 , eins og eru í DC-3 / C-47 = (landgræðsludogginn).
Ef ég get aðstoðað eða frætt einhvern frekar , skal það gert
með ánægju. Mér sýnist afkomendur einhverra sem fórust vera að
leita að upplýsingum og ég skal hjálpa eins og ég get.

kveðjur Liberato