Þegar ljóst var að Bretum og Frökkum anarsvegar og Rússum hinsvegar var full alvara með smíði á hljóðfrárri farþegaþotu vöknuðu Bandaríkjamenn til lífsins og hófu hönnun á hljóðfrárri vél. En þeir voru orðnir langt á eftir og ætluðu að bæta það upp með stærri, hraðfleygari og langdrægari vél. Tillögu uppdrættir af vélinni, sem fékk heytið Boeing 2707-300 SST, þóttu lofa svo góðu að innan tíðar höfðu 26 flugfélög skráð sig á kaupendalista og óskað eftir 122 vélum. Þar voru á ferð mörg stærstu flugfélög heims, m.a. Air France sem eins og kunnugt er keyptu (nauðugir viljugir) Concorde.
Það þótti ekki amalegt að fá kaupóskir upp á 122 vélar fimm árum áður en frumgerð átti að fara í loftið. Þá höfðu aðeins boris 74 óskir um kaup á Concorde sem hafði 3 ára forskot. SST átti að kosta 35 miljón dollara (þáverandi verðlag) á móti 21 milljarði fyrir Concorde. Allt var sett á fullt við hönnun og var henni lokið 1968. SST átti að bera 250 - 320 farþega, fljúga á Mach 2,7 og hafa 10.000 km flugþol. Þegar smíði tveggja frumgerða var að hefjast þá skeði sá atburður að Bandaríkjaþing felldi naumlega fjárveitingu í verkefnið. Ekki tókst að útvega féð annarstaðar og því fór SST aldrei af teikniborðinu.