Listflug Þessi dagur er búinn að vera mjög skemmtilegur og á eftir að verða skemmtilegri. í vinnunni í gær fékk ég skemmtilegt símtal um að ég gæti farið í listflug á morgun (í dag sem sagt). Ég var mjög glaður enda var ég búinn að bíða eftir þessu í svona 2 eða 3 mánuði. Ég var kominn útá völl kl 11:30. Þar stóð beint fyrir framan mig TF-TOY sem er vélin sem ég fór á og er af gerðinni Pitts S-2B Special . Svo kom flugmaðurinn sem heitir Guðmundur. Þegar hann var að festa mig í sætið þá hugsaði ég “Hvað er ég að gera”. Ég var mjög kvíðinn en þegar við vorum komnir á loft þá var þetta bara gaman. Við tókum á stað á braut 13. Þessi vél er með 260 hö mótor og maður fann vel fyrir kraftinum í brautarbruni. Svo fórum við útí austursvæði. Þegar við vorum komnir þangað þá fór hann að kenna mér að gera roll. Það var gaman. Eftir nokkur þannig þá fórum við að fljúga á hvolfi. Svo fórum við á BISS að gera aðflug. Þegar við vorum bara rétt fyrir ofan brautina þá togaði hann fast í stýrið og maður þjappaðist alveg niður í sætið. 5 G kom á mælirinn sem er mjög mikið. Svo fórum við í bæginn í snertilendingar. Við gerðum bara eina þannig. Ég lennti ekki vélinni en ég hélt í pinnann til að fíla mig í þessu. Þetta var mjög gaman og TF-TOY er skemmtilegasta vél sem ég hef prufað. Vá. Ég stefni á því að fara í fleiri tíma og svo kannski í framtíðinni að eignast listflugvél. Til þess að gera þennan skemmtilega dag ennþá skemmtilegri þá er ég að fara í flug í Flugskóla Íslands á eftir. Það er gaman að því. Ef ég skildi flugkennaran rétt þá get ég fengið PPL á TF-TOY. Það væri snilld. Listflug er reyndar soldið dýrt og þess vegna ætla ég að einbeita mér mest að Flugskóla íslands en ég ætla samt að fara annarslagið í listflug.

Þið verðið að afsaka stafsetningarvillur