Ég fór í sólo próf fyrr í sumar og ætla ég að láta þessa færslu sem að ég skrifaði á blogginu mínu fylgja.

Jæja, ég fór í mitt sólópróf í gær, loksins. Búinn að bíða lengi eftir þessu og þessi dagur runninn upp. Ætla ég núna að segja ykkur hvernig sá dagur var.

Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði klukkan 7 vegna þess að ég var svo stressaður um að missa af þessu. Ekki nóg með það heldur var ég mættur upp í skóla klukkan hálf 8 þar sem að tíminn byrjaði klukkan átta. Þegar ég kom upp í skóla byrjaði ég á því að gera þyngdarútreikninga og gera flugvélina tilbúna fyrir flugið. Þetta kláraðist allt saman rétt fyrir átta og þá var bara að bíða eftir kennaranum. Prófkennarinn minn var engin annar er Kapteinninn sjálfur Árni Árnason. Beið ég eftir honum í ca. 30 mín og voru kennararnir á staðnum að segja mér að ég væri að græða á þessu þar sem að hann gæti ekki prófað mig eins mikið og venjulega. Mér var nú reyndar alveg sama um það þar sem að ég þurfti ekki að kvíða neinu þar sem ég kunni allar mínar æfingar. Alla vega, Árni kom og við fórum að koma okkur fyrir og checka á flugvélinni og athuga hvort að allt væri ekki í lagi með hana. Jújú, hún var í góðu lagi og tilbúin til þess að láta fljúga sér.

Við settumst upp í vél, fórum með checklistann, ræstum vélina og allt það og létum turninn vita að við værum tilbúnir til brottflugs. Við fengum braut 13 sem að ég hef aldrei flogið áður þannig að þetta var allt nýtt fyrir mér. Við stilltum okkur upp á braut og biðum.

Svo kom það “Ingi, Ceres, Ingi, heimilt flugtak, braut 13.” Við gáfum allt í botn, “Take-off power set, Engine instruments Green, Airspeed alive” Við vorum farnir að klifra og notaði vélin hvert einasta hestafl sem að hún hafði.

Suðursvæði var okkar prófsvæði í dag. Á leiðinni þangað töluðum við mikið um sumarið og um tímana sem að Árni var að kenna í skólanum. Ekki leið á löngu þar til að við vorum komnir í svæðið og klifruðum upp í 2500 fet. Við byrjuðum á því að fara í slow-flight þar sem að ég brilleðaði þar og missti enga hæð og flug eins og alvöru kapteinn. Út frá því var tekið power-off stall og verð ég að segja að þetta var besta power-off stall sem að ég hef tekið. Helvíti ánægður með það. Árni spurði einmitt hvort að ég væri svona góður eða hvort að þetta hefði verið heppni. Little bit of both

Næst var power-on stall og var það jafn klaufalegt og alltaf þar sem að vinstri vængurinn vill alltaf detta niður hjá mér, scares the living shit out of me, en það tókst og allir ánægðir. Eftir það fór Árni að sýna mér smá listflugsæfingar og það var það sem fékk mig næstum því til þess að líða yfir mig þarna. Hann reif vélina upp og lét hana svo stinga sér niður. Ég hélt ég yrði ekki eldri en samt sem áður mjög gaman að prófa eitthvað svoleiðis.

Eftir allt þetta var svo farið í neyðarviðbrögð sem að ég var búinn að mastera og svo loks í snertilendingar í Reykjavík. Við byrjuðum á því að gera 2 lendingar og svo kallaði hann í turninn.

“Turn, óska eftir því að senda nemanda í sóló”.

This was the moment of truth. Ég skutlaði honum upp í skóla og hann steig svo út úr vélinni. Eftir það var ég einn eftir og allar mínar aðgerðir eftir það eiga að vera perfect svo að ég komist lifandi út úr þessu, enginn kennari til þess að styðjast við. Ég kalla á turninn og óska eftir brottför. Braut 31 í gangi í þetta skipti. Ég stilli vélinni upp og fæ heimild til brottfarar. Allt í botn og ég tek í vélina. Ég er kominn á loft og ég er bara einn í vélinni. Oh, shit!!! En svo gerist það óþægilegasta sem að ég hef lent í. Þegar ég er að klifra þá dettur sætið, sem að ég er í, aftur. Allt í einu næ ég ekki á petalana. Shit, ég verð að gera eitthvað í þessu. Eina ráðið var að sleppa stýrinu (í miðju klifri, nota bene) og toga sætið upp. Þegar ég sleppi stýrinu þá fór hún auðvitað að beygja og láta allan fjandann en ég náði að redda þessu að lokum, svitnaði samt alveg rosalega við þetta

Þegar ég kem svo til lendingar þá er flugvél Landhelgisgæslunar að fara í loftið þannig að ég þarf að hætta við lendingu og byrja að klifra aftur. Týpískt að þurfa að lenda í þessu í sólóprófi Eftir það tók ég 3 lendingar og 3 flugtök sem voru öll misgóð en heppnuðust engu að síður.

Þegar ég er búinn með þetta þá kem ég upp í skóla með bros á vör. I did it. Ég er kominn með sólóskírteini og alveg í skýjunum. Þetta gefur mér núna leyfi til þess að fljúga einn í æfingum og ekki með kennara við hliðina á mér. Besti dagurinn so far í fluginu hjá mér.

Núna á ég bara nokkra tíma í cross country og þá er ég kominn með PPL skírteini. Löng bið orðin að raunveruleika.