Ójá hinn gamli góði Reykjavíkurflugvöllur. Vafalaust einn óvinsælasti en jafnframt vinsælasti flugvöllur landsins. Reykvíkingar vilja ekki sjá hann, Landsbyggðinn getur ekki hugsað sér að hafa hann hvergi annnarsstaðar en í 101, þenk jú veri næs. Það sem mér þykir miður í umræðunni um völlin er hversu margir sem hæst tala hafa í raun enga hugmynd um hvernig flugvöllur virkar. Þú mundir ekki setja Vestmannaeyjaflugvöll á toppinn á Stórhöfða. Ég ætla að reyna að fræða þá vitgrönnu um málið.

Það er ekki hægt að leggja af stað með 2 malbikunarvélar upp á heiði og leggja þar flugbraut. Það þarf að fara fram mikið mat á vindum, hvað átt er sterkust og algengust. Skýjafar þarf að rannsaka, það er ekki hægt að hafa flugvöll sem er alltaf í VFR lágmörkum. Það hefur verið gerðar góðar rannsóknir á Álftanesinu en Álftnesingar vilja ekki sjá flygildin í sínum bakgarði.

Það er ekki bara byggingarvinna sem liggur á bak við eitt stykki flugvöll. Þeir sem hafa aðgang að AIP skulu fletta í gegnum kaflan um AIP. Þvílíkt pappírsflóð og vinna sem liggur þar að baki. Ég efast um að það sé auðveld að þurfa að gera öll kort og allar leiðbeiningar fyrir svo stóran völl. Ég er ekki að segja að það sé ógerlegt, annað eins hefur nú verið gert ;) en ég held að margir gera sér ekki grein fyrir vinnunni við það.

Að flytja völlinn til Keflavíkur finnst mér fáránlegt. Í mogganum var talað um 400 störf á Vellinum. Þau mundu þá væntanlega flytjast til Suðurnesja. Umferð mundi aukast til muna á Reykjanesbrautinni þó að einhverjir gætu þó flust búferlum.

Flugvélar þurfa bensín. Allt það magn sem fer í Innanlandsflug, kennsluflug, leiguflug o.s.fr.v. er venjulega flutt frá Örfirisey, nánast bara eftir Suðurgötunni. Það þarf nú að keyra alla leið til Keflavíkur. Meiri mengun og meiri umferð, svo að ekki sé talað um slyshættuna.

Auðvitað er mikil slysahætta sem fylgir Flugvellinum. En það er líka slyshætta af bílum. Það tekur ekki langan tíma (því miður) að rifja upp eitthvað bílslys, banaslys eða alvarlegt, sem hefur átt sér stað innan borgarmarkanna. Til að finna flugslys sem hefur átt sér stað innan borgarmarka þarf ég að leita í sögubækur.

Hávaði frá flugvélum verður alltaf til staðar. Ég er í MR og hefur margur fyrirlesturinn í sögu truflast vegna flugvéla á leið til lendingar. Í rauninni hef ég ekkert til að segja sem mælir með hávaða flugvéla. Hættið bara að nöldra og hlustið á tónlist himinsins :) Takið til ykkar sem eiga.

Fleira dettur mig nú ekki í hug sem mig langar að leggja til málanna. Endilega segið ykkar skoðun á málinu eða þessari grein.
www.fly.is