Flug Valkyrjunnar, North American XB-70. Í 1959 vann North American Aviation samning um smíði á WS-110 (Weapons System 110). Á pappírum virtust markmið verkefnisins óyfirstíganleg, þetta átti ekki aðeins að verða stærsta flugvél sem flaug á þeim tíma heldur líka sú hraðskreiðasta á þreföldum hraða hljóðsins Mach 3.

Á dögum seinni heimstyrjaldar var það viðurkennd staðreynd að sprengjuflugvélar gætu ekki annað en flogið lægra og hægar en orrustuflugvélar. Sprengjuvélar voru þá búnar miklum vopnabúnaði og fengu fylgd orrustuflugvéla. Þetta var ekki alslæm tækni þar sem að t.d. B-17 skaut niður 6500 orrustuvélar fjandmanna en þetta olli líka verulegu tjóni í röðum bandamanna. Yfir 5000 B-17 sprengjuvélum var grandað!

Eftir stríðið varð hröð þróun í framleiðslu hreyfla og flugvéla og gat t.d. B-36 Peacemaker sprengjuvélin flogið jafn hátt og orrustuþotur þeirra tíma en engu að síður var það ósk að þróuð yrði sprengjuvél sem gæti flogið ofar og hraðar en nokkur orrustuþota sem endaði með ósk um þróun WS-110.

Kröfurnar um getu vélarinnar voru:

Farflughraði á Mach 3 (3200 km/klst)
Farflugshæð 70.000 fet
Áhöfn gæti klæðst venjulegum fötum (Ekki geimbúningar)
25 tonna hleðslugeta
Flugdrægi 12.000 km
Geta notað flugvelli sem voru hannaðir fyrir B-52

Flugvélafræðingar North American lágu yfir öllum flugeðlisfræði tilraunum þeir gátu fundið sem gæti átt við hönnun á stórri þrefalds hljóðhraða sprengjuvél. Þeir komust yfir gleymda NACA rannsókn um “Þrýstings lyftikraft”. Rannsóknin útskýrði hvernig kónískur hluti undir miðju vængs yki þrýsting undir vængnum og þarafleiðandi yki lyftikraft án þess að stækka vænginn.

Á flugi gat XB-70 vélin lækkað ytri vængendana um 25° fyrir flug á milli 300 hnúta og M1.4 og síðan lækkað vængenda um 65° fyrir flug á milli M 1.4 til M3+. Stærð vængendanna sem hreyfðust var tæpir 7 metrar.

En í 1961 þegar Gary Powers var skotinn niður í U-2 yfir Rússlandi af flugskeyti þá var orðið augljóst að þróun hraðskreiðra flugskeyta var orðinn hraðari en mannaðra flugvéla. Eftir langt og mikið málþóf var áveðið að framleiðsla XB-70 sem sprengju vélar var ekki lengur hagkvæmt en þó var ákveðið að framleiða þrjú tilraunaeintök til rannsókna á háhraða flugi.

XB-70 númer eitt með stélnúmer 20001 Valkyrie var rúllað út úr flugskýli til sýnis 11. maí 1964 og áhorfendur göptu í aðdáun. Aldrei á þessum tíma hafði sést eins rennileg flugvél af þessari stærð.

Tveir flugmenn frá North American voru valdir til að fljúga B-70 flugvélinni á tilraunastigum þeir Al White og Van Shepard.

Þann 21. september 1964 byrja flugmennirnir fyrirflugs skoðun á vélinni. Áætlun dagsins er ekki mótoruppkeyrsla eða ökuprófanir heldur á að taka þessa þyngstu flugvél sem hafði nokkurn tímann verið byggð og fljúga henni yfir Mojave eyðimörkinni.

Hreyflar vélarinnar eru ræstir kl 7:14 og stuttu síðar er vélinni ekið í flugtaksstöðu með 60.000 kg af eldsneyti um borð (sama þyngd og heildarþyngd SR-71 Blackbird) loksins kl 8:24 færir Al White allar 6 eldsneytisgjafirnar fram og B-70 vélin byrjar flugtaksbrunið. Á 205 mílna hraða og eftir 1600 metra brun lyftist 176 tonna þung vélin frá flugbrautinni. Nokkrar bilanir komu upp í fyrsta fluginu eins og búast mátti við. Þegar taka átti upp hjólin fóru hjólin öðru megin ekki alveg upp ennig þurfti að drepa á einum hreyfli undir lok flugsins og í lendingunni læstust aftarai hjólin á vinstra hjólastelli.

Næst vikur fór vélin í mörg tilraunaflug og náði meðal annars M 1.4 hraða í 40 mínútur. Í febrúar 1965 voru vængendarnir í fyrsta skiptið hallað 65° og vélinn flogið á M 1.6 hraða. Í tólfta fluginu maí ´65 fór Valkyrjan í M 2.58 hraða en þung högghljóð heyrðist í stjórnklefa sem fylgdu ýmiskonar aðvörunar ljós og bjöllur. Hreyflar 3.4.5 og 6 voru stöðvaðar en no 5 vél var síðan ræst aftur til hjálpar í lendingunni. Í ljós kom að samkskeyti delat vængsins höfðu losnað og sogast í mótorana og að allir 6 mótorar voru ónýtir.

Október 1965 komst vélin síðan á Mach 3 hraða í 70.000 feta hæð. Á þeim hraða kom í ljós mælavandræði, t.d. þýddi að aðeins 1° breyting á áfallshorni um 3000´ /min hæðarbreytingu svo að það var mjög erfitt að stýra vélinni. Það var síðan lagað með því að búa vélina með nákvæmum hraðvirkum stig og fall mæli úr þyrlu.

Vél númer 1 flaug á M 3 hraða eftir 17 flug og fyrir tilviljun fór vél númer 2 líka á M 3 hraða eftir 17 tilraunaflug. Tilraunum var haldið áfram auk þess sem vél no 2 flaug á flugsýningu í Texas.

8 júní þegar verið var að gera loftmyndatökur af vélinni(no2) úr LearJet þotu þar sem B-70 vélin flaug í fylgd F-104 þotna varð árekstur í lofti þar sem ein F-104 vélin kom inn í loftstrauminn frá B-70 og F-104 vélin valt yfir á bakið og snérist 180° sem olli því að hún lenti á miðjum væng B-70 þotunnar og reif af báða lóðrétta stýrifleti auk þess að skaða vængenda áður en F-104 vélin féll í burtu í logum. Ljóst var að flugmaður F-104 vélarinnar lést strax við áreksturinn.

Flugmenn B-70 vélarinnar heyrðu áreksturinn en fundu ekki fyrir neinu (munið þetta var risastór vél!) en flugmaður T-38 vélar sem elti lét þá vita hvað hafði skeð. 16 sekúndum eftir árekstur byrjaði B-70 vélin rólega beygju Al White flugmaður reyndi að leiðrétta beygjuna en vélin var illviðráðanleg, ljóst var orðið að vélinni yrði ekki bjargað eftir þessar miklu skemmdir sem höfðu orðið á henni. Ákveðið var að skjóta sér úr vélinni. Þurftu flugmennirnir að færa sig í björgunarhylki sem síðan er skotið frá vélinni. Al White festi hendina á sér í hurðum eða loki hylkisins en tókst á síðustu stundu að rífa sig lausan og skjóta sér út. Fallhlífin opnaðist en hann sá að loftpúðar á hylkinu sem áttu að blasast út gerðu það ekki sem olli því að höggið sem hann fékk við lendinguna var um 44G en minnkaði við það að stóllinn rifnaði úr festingum í um 33G. Hann var illa marinn en slapp furðu vel og var farinn að fljúga aftur 3 mánuðum síðar, hann flaug þó B-70 aldrei aftur.

Aðstoðarflugmaður hans Carl Cross komst þó aldrei í björgunarhylkið og lést þegar B-70 vélin lenti í jörðinni.

Vél númer 1 fór í 33 tilraunaflug til viðbótar með endurbættum björgunarbúnaði en komið var að lokum háhraða tilraunana ferlisins og 4. febrúar 1969 fór vél númer eitt í lokaflug sitt til safns flughersins í Dayton Ohio. Flugmennirnir í lokafluginu voru Fitz Fulton og Emil Sturmthal.

Emil á að hafa sagt við afhendingu flugdagbókar vélarinnar til safnvarðarins að “Hann vildi gera allt til að halda Valkyrjunni í loftinu – nema borga fyrir það sjálfur”.
Chevrolet Corvette