Fouga Magister JetTrainer Fouga Magister flaug fyrst 23. júlí 1952 og fór í framleiðslu í janúar 1956. Þessi vél var fyrsta þotukennsluvélin (Jet trainer) og létt árásarvél framleidd sem slík.

Vélin var líka framleidd undir leyfi af Henkel-Messerschmidt, Valmet Oy og IAI í Ísrael. Alls voru 929 þotur framleiddar.

H.M. í Þýskalandi framleiddi vélarnar með Martin-Baker “ejection seats” en hættu síðar við hugmyndina. Vélin var síðan framleidd án sjálfvirkra útskotssæta.

Í Frakklandi pantaði “Ecole de L´air” 48 stk af Fouga Magister á milli 1956-58. Vélin var notuð við herþjónustu í Frakklandi til 1996 þegar hún var leyst af með Embraer Tucano og Dassault/Dornier Alpha þotum. Alls flaug vélin yfir 2 millj. Flugtíma í þjónustu fyrir Franska herinn.

Þýski herinn pantaði 234 stk af vélinni og af þeim voru 194 smíðaðar af Henkel-Messerschimdt í Þýskalandi. Þær voru þó einungis í þjónustu frá 1957 til 1969.

Fleiri herir notuðu vélina s.s. Belgía, Holland, Finnland, Írland, Austurríki og Ísrael notuðu vélina í þjónustu sinni.

Í 1996 voru enn 380 Fouga Magister þotur í þjónustu ýmissa herja auk þess að þá byrjuðu fyrst að koma fram vélar í einka eigu. Nú eru alltaf fleiri áhugamenn um þotur að kaupa og skrá slíkar vélar í einkaeigu.

Hér eru smá tæknilegar tölur um Fouga-Magister CM170-1

Vélar: 2x Turbomeca Marbore II með hámarkskný 2x 400 kg.
Vænghaf: 12.15 m
Flugtaksþyngd: 3.200 kg
Vmo: 400 kts
Mmo: M .82
Flugtakshraði: 95 Kts
Ofrishraði: 78 Kts
Klifurhraði: 3.150 ft/min
Eldsneyti: 980 ltr
Eyðsla: 6.5 ltr/min @ 30.000´

Áætlaður rekstrarkostnaður á ári ca 2.5 millj.

Áætlaður kostnaður á klst er um 50.000 kr.
Chevrolet Corvette