Boeing 787 Dreamliner Hér er greinin sem margir hafa beðið eftir: Boeing 787 Dreamliner. Eins og margir hér vita hefur Icelandair fest kaup á 2 vélum. Með þessum kaupum er brotið blað í sögu Icelandair: Nú getur Icelandair boðið upp á non-stop service til Austur Asíu. Icelandair var fyrsta Evrópska flugfélagið sem hefur staðfest kaup á 787 en alls hafa 56 vélar verið pantaðar. Air Canada hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og hefur opnað möguleikan fyrir kaupum á 60 stykkjum.

Heyrst hafa raddir um að flugvélahönnun hafi stöðvast á undanförnum árum því vélar síðustu 30-40 ára líti allar eins út, á meðan bíllinn hafi tekið miklum útlitsbreytingum. Þær raddir hafa nokkurn rétt á sér því hönnuðir hafa einfaldlega fundið hina “fullkomnu” útlitshönnun hvað varðar mótstöðu o.s.fr.v. Hvað varðar innviði flugvéla er allt annað upp á teningnum. Miklar tæknilegar framfarir hafa átt sér stað: minni eyðsla, minni hávaði, lengra drægi og meiri hraði. Hvað þetta varðar er 787 créme 'la créme. Allt burðarvirki vélarinnar er léttara en gengur og gerist og veldur því að 787 verður allt að 20% hagkvæmari en vél af sömu stærðargráðu. Einnig á farþegarýmið að vera búið nýju þrýstijöfnunarkerfi. Í dag heldur jafnþrýstibúnaður í vélum þrýsting sem jafnast á við um 8000ft. Þetta hefur valdið ýmsum óþægindum fyrir farþega sem eru óvanir flugi, sérstaklega vegna þess hversu þurrt loftið í vélinni verður. Í 787 á rakastig að vera hærra heldur en gengur og gerist í öðrum vélum og eykur það þægindi farþeganna. Einnig á 787 að vera búinn búnaði sem fylgist vel með öllu ástandi vélarinnar í flugi og laga ýmsar smá villur og hnökra. Gluggar 787 eru líka stærri en í öðrum vélum

Tilgangur með hönnun 787 er sá að koma þægindum og drægis stórra breiðþotna yfir á minni vélar. Flugfélög á borð við Icelandair vantar vél sem hefur drægi upp á 7000+ NM (ca. 13.000km) en hefur ekki burði til að fylla vélar á borð við 777 og 747 (eða A340 fyrir ykkur Airbus menn ;). 787 er því sniðinn fyrir Icelandair þar sem hún ber 223-259 farþega 8.500 NM (15.700km) Hins vegar verður hægt að fá 787-3 sem ber 296 um 3.500 NM (6.500km) 787 á svo að geta flogið á Mach.85 eða svipað og 747 og 777.

Hönnun 787 er þó hverki lokið. 787 tekur stöðugum breytingum á teikniborðinu eftir því sem tæknin breytist og bætist. Þetta er gert til að tryggja að 787 verði “state-of-the-art” þegar hún síðan rúllar úr verksmiðjunni. Gert er ráð fyrir að flugvélahönnun muni hoppa tvær kynslóðir fram í tímann með 787. Rolls Royce og General Electric eru að hanna hreyfla fyrir 787 en leynd hvílir hversu öflugir þeir eru og tækninni sem liggur þar á bakvið.

Boeing reiknar með að selja um 3.500 vélar á næstu 20 árum. Árið 2006 á svo að hefja samsetningu á fyrstu vélinni, fyrsta flugið er planað um miðbik 2007 og fyrsta afhending 2008. Athygli vekur að flest flugfélög sem pantað hafa 787 eru Austur-Asísk og ber það vott um grósku í flugi í því heimshorni. 787 verður sett saman úr 50% “composites materials” (fann ekki íslenska orðið) og 20% áli á meðan 777 er gerð úr 12% composites og 50% áli. Það gerir 787 mun léttari, nánar tiltekið um 20 tonnum léttari en A330-200 og verður 787 45% arðbærari heldur en A330.

Öfugt við A380 er 787 enginn risi. Þermál verður 5,74 m og vænghafið verður 60m. Lengdin verður “einungis” 56m og mesti flugtaksþungi um 240 tonn. Það má því segja að með 787 er komið n.k. jafnvægi á flugvélahönnun. Flugvélar eru hættar að stækka en meira einblínt á að fullkomna tækni og þægindi. 787 ber merki um breytta tíma, tíma þar sem hinn almenni farþegi sættir sig ekki við að vera troðið í sardínudós og hent yfir Atlantshafið. 787 á að geta boðið upp á öll nútíma þægindi flugferða mun ódýrar en farþegar eiga að venjast. 787 verður því stórt stökk fram á við þegar hún fer í reglnubundna þjónustu.
www.fly.is