Boeing 777 Vegna þess hversu vel var tekið í greinina um Boeing 757 ætla ég að skila af mér annari um Boeing 777. Með þessu vona ég að menn taki við sér hér á þessu áhugamáli, dusti rykið af flugbækum og skutli inn einni eða tveim greinum um allt sem er flugtengt.

Að utan er 777 (oft kölluð “triple 7”) mjög lík öðrum farþegaþotum, sérstaklega þó Airbus A330. Að inn hins vegar er allt önnur þota á ferð. Verkefnið byrjaði í október 1990 og átti 777 upphaflega að vera lengri útgáfa af 767 og fá nafnið 767-X. Þó var fljótt horfið frá þeirri hugmynd og ákveðið að byrja nánast frá grunni.

Hönnunarferlið á 777 var nokkuð frábrugðið. Í stað þess að hann flugvél, setjast og fá sér smók og bíða eftir að pantanir flugfélaganna kæmu inn, leituðu Boeing menn fyrst til flugfélaganna og spurðu þau, hvernig flugvél þau leituðust eftir. Flugfélögin komu með ýmsar kröfur og hugmyndir sem hönnuðir Boeing unnu síðan útfrá. 777 er því ein viðskipta-vina-vænasta (“Triple V”??) sem Boeing hefur hannað. T.d. má nefna að allur búnaður til afþreyingar (“In Flight Entertainment”) vegur 4.082 kg og má þar nefna sjónvarpsskjá fyrir hvern farþega og hefur hver farþegi úr 12 stöðvum að velja, 48 hljóðstöðvar, sími fyrir hvert sæti sem er einnig leikjatölva, kreditkortalesari og módeminnstunga fyrir fartölvur!!. (ATH þetta er “typical installation”)

Það sem er einnig sérstakt við hönnun 777 að hún er fyrsta farþegaþotan sem er eingöngu hönnuð í tölvu. Allar teikningar eru stafrænar og hver einasti hlutur, allt frá ruddernum til “pitot” rörsins (rör þar sem loft flæðir inn og mælir hraða vélarinnar gegnum loftið, fyrir þá sem ekki vita ;) ) er teiknaður í tölvu. Hönnunin tókst svo vel að skekkjan í vinsri vængnum var 0.0025cm (þetta er ekki stafsetningavilla!!) og skekkjan á bolnum var einungis 0.058cm.

Það sem er nýtt í 777 er að bolur þversniðið af bol 777 er fullkominn hringur, en í öðrum vélum er þversnið bolsins n.k. sporöskjulaga. Ásamt því að gera bolinn sterkari gefur þessi hönnun kost á einu sæti til viðbótar í hverri röð og í augum flugfélaga eru aukasæti=$$$$. Nánar tiltekið er bolur 777 55.88 cm víðari en á Airbus A330/340. Það þýðir að 777 getur borið alveg 10 farþegum fleiri en Airbus A330 :D. 777 er líka fyrsta Boeing vélin með “Fly By Wire” sem Airbus var fyrst á markaðnum með. Það þýðir að þegar flugmaðurinn hreyfir stýrið þá matar hann tölvu á gögnum sem hún síðar sendir út til stjórntækjanna. Þetta hefur þá kosti að flugmaðurinn getur ekki ofboðið vélinni, þar tölvan metur hverja breytingu sem flumaðurinn gerir, en hins vegar finnst sumum flugmönnum þeir ekki hafa lengur næga stjórn á vélinni og minna á flugslys sem gerðist á flugsýningu þar sem Airbus vél flaug inní skóg. Flugfarþegum til huggunar þá er hægt að aftengja tölvuna í 777 og fær þá flugmaðurinn aftur fullt vald yfir vélinni, en það er einungis leyfilegt í neyðartilvikum.

777 er mjög vel hönnuð, praktíst séð. Sem dæmi má nefna að aðalhjól vélarinnar eru þau stærstu sem til eru. Á hvoru aðalhjólinu eru 6 dekkjapör, sem gefa sama stuðning og á DC10. Aðalhjólunum má einnig snúa allt að 8° til að auðvelda akstur á jörðu niðri.

Annar skemmtilegur fítus við 777 er að það er hægt að reisa 6 ystu metrana á hvorum væng um 90°, minnka þar með vænghafið og troða vélinni í stæði sem eru hönnuð fyrir minni vélar. Þessi möguleiki er greinilega afkvæmi samvinnu flugfélaganna og hönnuða Boeing.

Hreyflar 777 eru einnig nýjir af nálinni en þeir eru öflugustu hreyflar sem til eru miðað við eyðslu (og fær flugfélögin aftur til að hugsa “$$$”) Þeir gefa um 74.000-75.000 punda “thrusti” (til að gefa hugmynd umhversu öflugt það er að þá er tóm 777 aðeins 6 sekúndum að ná 100 km/klst). Hægt er að fá eftirfarandi hreyfla á 777: “Pratt and Whitney PW 4074”, “Generla Electric GE9075B” eða “Rolls Royce Trent 975”.

777-an er síðan til í 5 útgáfum, fyrst er 77-200 sem er nokkuð standard útgáfa. 777-200IGW (Increased Gross Weight)en er nú þekkt sem 777-200ER (Extendet Range) sem hefur nánast tvöfalt flugdrægi 777-200, 777-200LR (Long Range), 777-300 og svo 777-300ER (Extended Range) sem hefur hreyfla sem skila 100.000 punda “thrusti”. Hún er búinn eftirlitsmyndavélum á bolnum til að fylgjast með umferð í kringum vélina á jörðunni, hefur pláss fyrir allta að 550 en er annars nokkuð lík 777-200. -300 útgáfan er einkum hugsuð sem arftaki 747-100 og 747-200.

Í júni 1995 var síðan fyrsta reglubundna flug 777-200 en það var með United Airlines. 777-300 flaug síðan fyrst með Cathay Pacific

15 Febrúar 1996 hlaut 777 hin eftirsóttu Robert J. Collier verðlauni fyrir framúrskarandi hönnun. The Industrial Designer's Society of America veitti einnig 777 verðlaun árið 1992 fyrir hönnun bolsins og árið 1993 fyrir flugstjörnarklefann, en hann er allur tölvuvæddur.

777 fékk líka fyrst allra svo kallað ETOPS, “extended-range twin-engine operations”. En það leyfir tveggja hreyfla flugvélum leyfi til að fljúga yfir haf. 777 hefur 180 mín. ETOPS sem þýðir að hún má ekki fljúga lengri en 180 mínútna vegalengd frá næsta flugvelli, bili annar hreyillinn. (eða mig minnir að það sé þannig, endilega leiðréttið mig)

777 er 73,9m á lengd, 6,19m á breydd, stélið er í 18,5m hæð yfir jörðu og vænghafið er 60,9m. Hún getur tekið 171.160L af eldsneyti sem gefur flugdrægi uppá 11.029 km (tengir t.d. aman San Fransisco og Tokyo). MTOW er 297.560kg og getur 777-300 borið allt að 550 farþega.

681 stk af 777 hafa verið framleidd og hafa þau samtals flogið 1,25 milljónir flugferða. En ekkert eru herlegheitin ódýr, því meðalverð á 777 er um 210 milljónir dollara eða um 13,65 milljarða kr. Þá er bara að byrja að safna!!!
www.fly.is