Í Fréttablaðinu í dag 16.3.04 er frétt þess efnis að flugvél frá Norska flugfélaginu Norwegian air shuttle hefði verið kyrrsett vegna þess að flugmaður vélarinnar hefði neitað að gangast undir vopnaleit.

Þetta er nú ekki allur sannleikurinn! Flugmaðurinn hafði gengið í gegnum vopnaleitarhlið tvisvar sinnum án þess að viðvörun hefði komið en öryggisvörðum þótti hann ganga of hratt í gegnum hliðið. Þegar þeir báðu hann að ganga í gegn í þriðja skiptið þá neitaði hann.

Mér finnst það nú skiljanlegt að honum hafi þótt komið nóg eftir að ganga tvisvar í gegn án þess að tækið hafi gefið frá sér viðvörun! Mér finnst nú ekki ólíklegt að öryggisverðir hafi kannski verið á smá “powertrip” þarna.

Allavega er fréttin eins og hún kemur fram í Fréttablaðinu ekki alveg rétt þar sem flugmaðurinn fór í gegnum vopnaleit en neitaði þegar leitin var farinn að ganga í öfgar.

Fréttablaðið:


Dagbladet:
Chevrolet Corvette