Nú hefur “Landsflug” tekið við af Íslandsflugi með innanlandsflugið. Mig langar til að byrja á því að segja hvað mér finnst það fyndið að þeir skuli heita Landsflug, því þeir létu bara “sprauta” yfir “ÍS” og það var svo illa gert að það er hægt að sjá þessa stafi úr 100 metra fjarlægð. ;-b En allavega það sem mig langaði að ræða um var: veit einhver hvernig þeir ætla að starfa? Sennilega fara margir, ef ekki flestir, af núverandi flugmönnum á Dornier yfir á þoturnar. Hvað tekur við? Ætla þeir að “selja” hægra sætið fyrir þá sem vantar twin tíma eða ætla þeir að ráða fólk í þau á fullum launum?