Þarf Ísland loftvarnir? Í deiglunni hefur verið afstaða Samfylkingarinnar til almannavarna og þar með talið loftvarna. Í vinnuhópi er Ingibjörg Sólrún stýrði kom fram sú skoðun að okkar land þyrfti ekki loftvarnir og að vera orrustuvélanna á Keflavíkuvellinum væri bara pólitísk þráhyggja og kæmi loftvörnum landsins ekkert við því við þyrftum þær ekki. Málið snýr einkennilega að mér því ég er samflokksmaður þessarar ágætu konu en ég get með engu móti verið sammála þessari niðurstöðu þessa samstarfshóps! Á Íslandi er rekinn alþjólegur flugvöllur sem notaður er mikið til millilendinga hinna ýmsu flugvéla er fara yfir Atlandshafið eða yfir heimskaupsbaug. Hér á landi er einnig eitt víðáttumesta flugstjórnarsvæði í heimi en það nær yfir mestan hluta Norðu-Atlandshafs og stjórnar flugi ótal véla er fara milli tveggja stærstu hagkerfa þessa heims með aðstoð mjög öflugs radarkerfis sem felur í grundvallaratriðum í sér fjóra stóra radara sem geta fylgst með allri flugumferð allt í kringum landið. Að endingu skal það athugast að Ísland er afskekkt land sem ekki getur kallað til hjálpar með stuttum fyrirvara sökum vegalengda. Þjóðríkið Ísland er einnig meðlimur í NATO með höfuðborg og þéttbýliskjarna þar sem eitthvað undir 200.000 manns lifa.
Miðað við þessar forsendur hér að ofan hvernig getur minn flokkur komist að þeirri niðurstöðu að loftvarnir séu óþarfar? Gefum okkur það að Bandaríkinn hverfi með F-15 vélar sínar. Gefum okkur það líka að flugumferðarstjóri sjái ,eftir brottför vélanna, flugvél sem flugumferðarstjórinn getur ekki náð samband við né fengið upplýsingar um hvaðan hún komi og tilhvers og hvert hún er að fara nema að því leiti að hún stefnir beint á alþjóðaflugvöllinn á Keflavík? Jú svarið væri einfallt hann yrði bara að fylgjast með og láta viðeigandi öryggisyfirvöld vita af þessari draugavél. Gefum okkur það að þetta sé Gulfstream einkaþota á mikilli ferð full af sprengiefni og í þeim tilgangi að gera sjálfsmorðsárás á Alþingi, eða stjórnarráðið eða hreynlega varpa bara sprengjum á Höfuðborg NATO ríkis og valda eins miklu tjóni og mögulegt er og komast á forsíður allra stærri fjölmiðla í heiminum. Hvort þessi ímyndaða árás væri frá Arabaríki í pólitískum tilgangi eða bara brjáluðum viðskiptajöfri frá Hollandi sem verið hafði óánægður með Íslandsferð sýna fyrr um árið skiptir ekki máli en það sem skiptir máli er það að án flugvarna gætum við einungis horft á Gulfstream þotuna varpa sprengjum á Reykjavík án þess að neitt væri hægt að gera nema býða eftir F-15 vélum sem væru á leiðinni frá t.d Skotlandi.
Ég veit að margur mun segja að þetta sé mjög ólíklegt að slíkt muni nokkurntíman gerast og kannski er það rétt en það breitir ekki þeirri staðreynd að slíkt væri hugsanlegt! Og hvað þá? Gallinn við niðurstöðu þessa hóps um öryggismál er sá að hann virðist byggja niðurstöðu sína á því að það sem er afar ólíklegt sé ekki peninganna virði við að tryggja að það muni ekki gerast en á þessu eru alvarlegir annmarkar sem ég skammast mín fyrir sem samflokksmaður þessara manna. Í fyrsta lagi metur nefndin ekki þýðingu forvarna eða fælingarmáts loftvarna, í öðrulagi gerir nefndin sér greinilega ekki grein fyrir því að erlendir ferðamenn sem hingað koma í auknu mæli koma hingað meir nákvæmlega vegna þess að það telur þetta land öruggara en önnur, Í þriðja lagi virðist þessi starfshópur ekki gera sér grein fyrir að við berum ábyrgð á flugumferð sem fer um okkar flugstjórnarsvæði og að lokum tel ég starfshópinn algerlega hafa lokað augum sínum fyrir þau áhrif sem þetta varnarlega getuleysi hefur á flugumferð erlendra og innlendra flugfélaga um okkar ástsæla alþjóðaflugvölls á Keflavík.
Mitt mat er það að loftvarnir séu ekki bara mjög nauðsynlegar heldur lykilatriði í því að halda hér úti í Norðurhöfum öryggi bæði fyrir Þjóðina, ríkið og þá ímynd okkar út á við, sem fellst í því að land okkar er bæði öruggt og ævintýralegt að skoða!

Virðingarfyllst br75