Tók þá ákvörðun um daginn að skella mér í ferð til Moskvu sem reyndist yndisleg. Flaug með Aeroflot frá London til Moskvu og lenti á báðum leiðum í Illyshin 96 breiðþotu. Var svolítið stressaður áður enn ég gekk um borð og vissi ekki alveg við hverju var að búast. Og þegar ég kom inn þá brá mér mjög því aldrei hef ég komið í flugvél sem er jafn hátt til lofts og í þessari. Fín sæti í vélinni, mjög gott leggpláss og þjónustan fín. Flugið sjálft reymdist mjög gott flugtakið á leiðinni út var svolítið erfitt vegna vinda en lendingarnar báðar voru hreint ótrúlegar því maður tók vart eftir því að maður væri lenntur. Ekki hika við að fljúga með Rússneskum vélum þær eru ekkert verri en aðra (nema þessar eldgömlu) svo ég mæli bara með þeim og Aeroflot.