Mig langar bara að lýsa viðbjóð mínum á peningagræði flugskóla landsins. Þegar ég tók einkaflugmannsprófið fyrir um 4 árum síðan kostaði það 600.000 kr., núna kostar það um 900.000 kr, 30% hækkun. Kennaranámskeið kostaði 500.000 fyrir ári síðan en kostar núna 545.000 kr ca. 10% hækkun. Atvinnuflugmannsnámskeið kostaði fyrir ári síðan ca.595.000 kr en kostar núna 650.000 kr ca 10% hækkun. Flugumsjónarnámskeið kostaði 160.000 kr fyrir um 2 árum en kostar núna 250.000 kr sem er um 60%hækkun. Hvar endar þetta??? Það á enginn meðalíslendingur eftir að hafa ráð á því að læra að fljúga eftir nokkur ár ef þetta heldur áfram á þessarri stefnu! Hvað verður um flugið þá??? Verða þá eingöngu útlendingar sem vinna fyrir íslensk flugfélög eða þurfa Íslendingar að fara utan til að læra að fljúga. Ég myndi allavega ekki borga milljón fyrir einkaflugmannsprófið, sem kostaði kannski nokkur hundruð þúsund fyrir nokkrum árum. Það er verið að gersamlega DREPA allt einkaflug á landinu með þessu. Reyndar bjóða minni flugskólar upp á betri kjör eins og Geirfugl, en þar munar 185.000 kr en reyndar munar 5 flugtímum þar á en greinilega er Flugskóli Íslands að okra þarna. Þetta er mitt álit og mér finnst þetta mjög sorgleg þróun í fluginu á klakanum okkar.