Ég velti því fyrir mér sem áhugamaður um flug og ferðalög hvort aldrei eigi að hefja
reglulegt flug til staða eins og Rússlands og Kanada. Það hefur marg sýnt sig að margir
eru mjög áhugasamir um það að ferðast í aðra heimshluta en vestu evrópu og BNA,
enda er mikil aðsókn í þær fáu sérferðir sem farið er í og oft þurft að bæta við ferðum.
Um leið og nýjar leiðir bjóðast þá eykst aðsókn íslendinga á þá staði (Emerald Air t.d.)
Meiri fjölbreytni í möguleikum á flugi auka skilning okkar á hinum ýmsu heimshlutum
og koma í veg fyrir fordóma, ekki þyrfti að flúja daglega en vikulegt flug á sumrin t.d
getur gengið upp og skilað hagnaði. Ég vona að flugfélögin líti nú á aðra staði í
heiminum en þá sem nú er flogið til.