Ágætu flumenn og flugáhugamenn!

Sú umræða sem í gangi er um þessar mundir er af mjög jákvæðum toga. Nýjar aðferðir flugfélaganna eru mjög gagnrýniverðar, svo ekki sé meira sagt. Við flumenn sem vorum svo heppnir að sleppa við þessu óskaplegu útgjöld sem nú er farið fram á hjá ný-útskrifuðum flunemum sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Það sem mig langar til þess að koma að í þessa ágætu umræðu er hvernig flugfélögin gætu gert þetta manneskjulegra. Það virðist vera að færast í vöxt að ráðningar eru hættar að snúast um flugtímafjölda, fjölhreyfla flugstundir og svo frv. Nú snýst þetta meira um “character selection”. Menn virðast vera búnir að átta sig á því að góður efniviður er mun líklegri til þess að aðlagast nýjum vinnuaðferðum og verkefnum á mun skjótari hátt en slæmur efniviður (þótt mikið sé floginn)!. Ráðningarferlið þarf að vera þannig úr garði gert að það finni þessa einstaklinga. Tegundarréttingi (Type Rating), MCC, og fjölhreyflaflugstundir segja lítið sem ekkert um það hvaða efnivið þú ert með í höndunum, heldur hversu mikla peninga efniviðurinn hefur til umráða. Mig grunar að forráðamenn flugfélaganna hugsi sem svo, þetta sparar okkur peninga. Gott og vel, allir viljum við að flugélögin gangi vel. Hvernig væri að snúa þessu við? Af hverju er ekki hægt að móta ráðningarferlið sem svo að þessir einstaklingar skari fram úr, séu augljóslega betri efniviður en aðrir í viðkomandi ráðningu. Það sem hægt er að gera svo ef þetta snýst allt saman orðið um peninga, er að bjóða starf með ákveðnum formerkjum. Það getur verið sem svo að menn þurfi að taka þátt í kostnaði við þjálfun tegundarréttinda, öflun MCC réttinda og svo frv. Menn eru því ekki að leggja út í verulegann kostnað nema vitandi það að starfið sé þeirra! Hvað myndi FÍA segja við þessu? Þeir myndu ekki samþykja að ráðinn flugmaður þyrfi að leggja út þennan kostnað, en er ekki skárra að hann geri það vitandi að starfið sé hans, heldur en að setja sig í skuldasúpu og vita ekkert hvað býður hans?

Þetta kæmi sér vel fyrir alla aðila, og þá sérstaklega flumanninn. Eini aðilinn sem ekki hagnaðist á þessu fyrirkomulagi er Fluskóli Íslands hf. Maður heyrir af nýútskrifuðum flugmönnum með réttindi á B737, MCC, 500 tíma, 100 á twin og allan pakkann, og skulda litlar…..6-8 miljónir! Þetta er ekki hægt!

Með von um hugarfarsbreytingu flugfélaganna, og vænkandi hag flugnemans!!!

Godzilla.