Sælir.

Loksins sér maður umræðu um að það er misjafnt flugöryggið, eftir því með hverjum þú flýgur. Hingað til hefur nær öll umræða verið um hver er ódýrastur. Hinn venjulegi flugfarþegi hefur hingað til ekki velt því mikið fyrir sér hvaða flugfélagi hann flýgur með, svo lengi sem hann er nokkrum eða mörgum krónum ódýrari en sá næsti. Því miður þarf oft eitthvað slæmt til, eins og þetta með Flash.
Eins og margir vita er mjög mismunandi hvernig starfsemi flugfélaga er háttað, og þar höfum við á Fróni verið nokkuð framarlega. Það snýr að viðhaldi véla og starfsfólki. Þetta kostar allt saman peninga. Þetta snýr líka að menntun og hæfni flugmanna. Það eru einfaldlega meiri kröfur gerðar til menntunar og hæfni flugmanna í sumum löndum en öðrum.
Vonandi verður þetta slys til þess að menn ráða ekki bara hvern sem er út af því að hann er með tékk, og farþegar fljúga frekar með þeim sem er öruggastur, en ekki þeim sem er ódýrastur.