Ég er nýkomin úr ppl prófum hjá Flugmálastjórn og mikið ofsalega eru skrítin vinnubrögð þar á bæ, maður hafði nú heyrt frá kennurunum að þau væru varasöm en ég bjóst nú við að þetta væru ýkjur hjá þeim, það kom sko aldeilis ekki á daginn.

Fyrstu kynni mín af Flugmálastjórn voru þegar ég skráði mig í bóklegu prófin hjá þeim, við fengum frest því prófin hjá flugskólanum voru svo seint. Þeim fannst alveg greinilega að þau væru að gera okkur alveg rosalegan greiða með því að lengja umsóknarfrestinn um einhverja 3 daga. Skráningin fór þannig fram að tölvurnar hjá þeim í Price, Waterhouse, Coopers húsinu náðu ekki sambandi við stjórnstöðina. Konan í afgreiðslunni þurfti að hringja niður eftir fyrir hvert og eitt okkar sem vorum að skrá okkur. Hún virtist alltaf hringja í sitthvora manneskjuna þegar hún hringdi og byrjaði alltaf á að útskýra að tölvurnar voru bilaðar og Sigga og Jóna og Gulla voru allar veikar og Stína var í mat og allt í volæði. Önnur kona sem vann þarna stóð bara og fylgdist með! Svo þegar hún fór að kvarta yfir að þurfa að komast í mat ákváðu þær bara að gefa okkur bráðabirgða kvittanir, handskrifaðar og að hinar yrðu sendar í pósti þegar tölvurnar yrðu lagaðar. Þetta fór fram í hádeginu á mánudegi og ég var í rúman klukkutíma þarna inni. Það voru 4 !!nota bene 4!! á undan mér þegar ég kom inn. Eins og maður hafi ekkert betra að gera á mánudegi.

Svo kom að prófunum sjálfum og ég verða að segja að þau voru nú ekki sanngjörn. Í navigation prófinu komu 3 spurningar (prófið var 20 sp í heild) úr bláa icao flugáætlunar-eyðublaðinu sem er ekki einu sinni notað á Íslandi. Þetta blað gilti 15% af prófinu sem mér finnst allt of mikið þegar maður verður að vera með 75% rétt. Ég er búin að tala við einn sem er með atvinnuflugmanns- og kennararéttindi og hann sagðist aldrei hafa séð þetta blað síðan í skólanum. Er það bara ég eða er rangt að leggja svona mikla áherslu á svona smáatriði?

Annað mál, í sama prófi var spurning um áætlaðan komutíma á áfangastað, þá mælir maður að sjálfsögðu vegalengdina og finnar tímann út frá henni. Svörin þar voru, að mínu mati innan skekkjumarka, það mátti ekki muna nema 2 sjómílum (sem er ca. 3 mm á kortinu) til að maður fengi rangt svar. Að mínu mati er þetta nú alveg innan skekkjumarka, sérstaklega út af því að það eru brot í þessum sjónflugskortum og bara það að ferillinn liggi yfir brot getur lengt vegalengdina.

Svo kom að prófsýningunni. Ég fékk tölvupóst frá þeim um að prófsýningin væi á milli 13 og 1445. Ég bjóst auðvitað bara við að geta farið upp eftir þegar best hentaði mér innan þessara tímamarka og fengið að skoða prófin mín en nei, annað kom á daginn. Ég komst ekki þangað fyrr en kl. 1330 og komst þá að því að það væri þétt dagskrá á milli 13 og 1445. Maður fær að skoða hvert póf í 5 mínútur og það er bannað að tala saman, bannað að skrifa, bannað að reikna, bannað að sitja við hliðina á einhverjum öðrum og bannað að hafa síma með sér inn í herbergið. Að mínu mati óþarflega strangar reglur varðandi prófsýningu.

Þessi próf eru opinber gögn og samkvæmt landslögum ber þeim skylda að sýna okkur þau, en þau gera allt til að gera það erfitt fyrir, vinnandi fólk kemst ekki í burt úr vinnunni í 2 klukkutíma á milli 13 og 15. Svo líka það að maður fær að skoða prófið í 5 mínútur til að maður nái ekki að skoða það nógu vel til að uppgötva að það er verið að svindla á okkur. Prófin sjálf voru haldin á kvöldin, svo af hverju getur prófsýning ekki líka verið að kvöldi til?? Aðeins 6 af 18 manna hópi sem voru með mér í skólanum sáu sér fært að mæta og flestir gátu ekki skoðað öll þau próf sem þeir vildu vegna tímasetningarinnar.

Að mínu mati eru þessi vinnubrögð til skammar og ef þetta er ekki bara til að fæla fólk frá þessu annars frábæra sporti þá myndi ég gjarnan vilja fá útskýringar á þessu.
-Það er snákur í stígvélinu mínu