Einu sinni var ég spurður að því hvort að maður sem hafi leikið sér í MS Flight simulator og stjórnað vélinni þokkalega þar gæti hoppað upp í næstu flugvél og flogið henni. Svarið við þeirri spurningu fer algjörlega eftir því hvernig hann hefur “leikið” sér í Flight simulator.

Ef þú hefur bara farið og flogið til að prófa og leika þér að þá er það ekki hægt. Flug er nefninlega ekkert annað en æfing og aftur æfing. Hluti af æfingunni sem til þarf er hægt að fá með því að “fljúga” í Fligth simulator. Það sem þú lærir með því að fljúga í Flight simulator er það hvernig t.d. þú stjórnar flugvélinni svona í grófum dráttum. Annað sem að lærist ef þú leggur þig fram við það er hvernig þú nýtir þér flesta mæla flugvélarinnar.

Hinsvegar að þá nýtist Fligth simulator best fyrir þá sem hafa fengið grunnkennslu í flugi og jafnvel flugskírteini. Flight simulator er t.d. mjög góður til að æfa blindflug (IFR) þar sem allir flugleiðsöguvitar eru innifaldir í forritinu. Annað sem að er mjög gott við hann að allir mælarnir virka eins og þeir gera í raunveruleikanum. En svo þeir sem leggja sig fram um að ná í fleirri flugvélar og stjórnborð í Flight simulator geta nýtt sér þetta enn frekar þegar ýmis flóknari tæki koma til sögunnar.

Það sem fæst hinsvegar ekki útúr því að fljúga í Flight simulator er umhverfisskynjun og áhrif kraftanna sem verka á flugvél á flugi. Það er nefninlega hluti af því að fljúga að átta sig á því hvar maður er og hvernig maður snýr ef hægt er að komast svo að orði.

Þannig að ef þú vilt læra almennilega að fljúga í Flight simulator að þá mæli ég eindregið með því að taka nokkra flugtíma!!!