Í morgunblaðinu 18.okt var grein um opnun nýrra höfuðstöðva Atlanta, á Höfðabakka 9 Reykjavík. Þar er fjármálaráðherra landsins að klippa á borða með Hafþóri forstjóra. Í þessari grein segir Hafþór ,, í harðri alþjóðlegri samkeppni er staðreynd að það er mun kostnaðarsamara að halda úti höfuðstöðvum á Íslandi og senda íslenska starfsmenn hinum megin á hnöttinn með tilheyrandi hærri launa-, ferða- og gistikostnaði miðað við samkeppmosaðila sem eru nær sínum mörkuðum og því er MIKILVÆGT AÐ STÉTTARFÉLÖG OG STJÓRNVÖLD SÝNI ALÞJÓÐLEGRI STARFSEMI SKILNING og aðlagi samkeppnina, lög og reglur að því umhverfi sem við þurfum að starfa í ,, Ég veit ekki af hverju hann er að blanda stéttarfélögum inn í þetta þar sem aðeins brot af t.d. flugmönnum þeirra eru í stéttarfélagi, þ.e. FFF. Ég get ekki séð að þetta réttlæti ráðningu flugmanna utan EES svæðissins, t.d. höfum við önnur flugfélög, Íslandsflug, Bláfugl og Icelandair sem einnig starfa á erlendum vettvangi, og ekki eru þeir með flugmenn í vinnu sem eru utan EES. Ég tel að þetta mál sé ekki hálfnað, það þarf að skapa umræðu um þetta og helst að koma því lengra, t.d í sjónvarp svo að hægt sé að grafa dýpra í þetta og fá allt upp á yfirborðið. Það getur ekki verið erfitt að keppa við aðra ef þú lætur viðkomandi borga tegundarréttindin og borgar síðan viðkomandi $ 175 pr. unninn dag. Það er nóg og slæmt að menn séu farnir að kaupa sér tegundarréttindin, en t.d. hjá Bláfugli eru þeir sem ráðnir eru með réttindi, ráðnir á FÍA samning.