Jæja, núna er orðið frekar langt síðan að það hefur verið send inn einhver grein. Það sem ég ætla að fá umræðu um eru þessi blessuðu atvinnumál flugmanna. Hvað finnst ykkur um þetta allt saman og hvað haldið þið um framhaldið?

Ég t.d. held að næsta ár eigi eftir að verða ár uppsveiflunnar og mikið verði um ráðningar. Icelandair voru t.d. undirmannaðir í sumar og þeir eru búnir að gefa það út að þeir ætli að bæta við 5 ákvörðunarstöðum að mig minnir og þar af einhverjum sem eiga eftir að vera á ársgrundvelli þannig að það er ljóst að óbreyttu miðað við að það bætist ekkert við í leigufluginu hjá þeim að þá þarf flugmenn!

Atlanta er búið að þurfa að fella niður helling af flugum vegna manneklu, þeir eiga einfaldlega ekki áhafnir í flugin sín enda eru þeir núna að “selja” mönnum vinnu á B-747 til að redda Haji tímabilinu.

Íslandsflug er með nóg af verkefnum síðast þegar ég vissi og eru einhverjar raddir um það að það eigi hellingur af Íslendingum að fara á Airbusinn hjá þeim ásamt því að einhverjar sögur hef ég heyrt um að það eigi að bæta við 3 þotum í vetur. Íslensku flugmennirnir eru víst orðnir langþreyttir á því að sjá útlendinga þar innandyra. Svo var Magnús Þorsteinsson að kaupa stóran hlut í Íslandsflugi og einhverjar sögur fjúka um það að Atlanta og Íslandsflug eigi eftir að verða sameinuð, sel það ekki dýrara en ég keypti.

Svo er það Iceland Express eða Astraeus, þeir eru nú þegar búnir að ráða einn Íslending og stendur víst til að ráða fleirri menn sem hafa keypt sér tékk, veit annars lítið um málið.

Hvað haldið þið og hvað hafið þið heyrt?

grizzly