Þetta er svo sem ekki grein en þar sem ég hugsa að svörin gætu orðið talsvert löng, ákvað ég samt sem áður að senda þetta inn sem grein en ekki kork. Það er best að taka það fram strax að ég er einn af þeim sem vilja að völlurinn fari. Eg hef fylgst aðeins með umræðunni hér og séð að menn segja að Keflavíkurvöllur henti ekki fyrir bæði atvinnu og áhugaflug. Nú spyr ég bara beint út, þar sem mig skortir þekkingu á því, hversvegna ekki. Ef við gefum okkur að herinn fari (sem er ekki víst) er völlurinn þá ekki það stór að það sé nóg pláss fyrir bæði. Þau rök hafa komið fram að nauðsynlegt sé hafa þessa tvo velli, þar sem hægt sé að lenda á öðrum þótt hinn sé lokaður. Ef KEF væri eini völlurinn hver væri þá næsti völlur: Egilstaðir? En ef hann væri líka lokaðu