Flugfélagið Geirfugl hefur fest kaup á nýlegri Socata TB10 flugvél. Vélin er árgerð 1999 flogin rétt um 100 tíma frá upphafi. vélin er í svíþjóð í dag og verður væntanlega í noregi í kvöld og líklega á Íslandi seinni partinn á morgun(fimmtudaginn 17.apríl).
Er það ætlunin að selja TF-BRO í stað þessarar vélar. En vegna fyrirhugaðra kaupa á 7undu vél félagsins ætla Geirfuglar að fjölga hlutum í félaginu um 22.
Floti félagsins lítur þannig út í dag:
Cessna 150 TF-ICE
Cessna 152 TF-OND
Cessna 172 TF-SKN (nýuppgerð frá grunni og með horton stoll kit).
Socata TB9 TF-BRO (verður seld)
Socata TB10 TF-TBX
Socata TB10 SE-LMB ( nýja vélin ekki hefur en lekið út hvaða stafi hún mun bera)
Socata TB200 TF-MAX (án efa ein af fallegri vélum landsins).

Og í lokin vil ég óska öllum Geirfuglum til hamingju með nýju vélina Sem væntanleg er til landsins á morgun.

kveðja Socata