Sælir Hugar!
Ég hef ákveðið að koma með smá pælingar í kjölfar kastljós þáttarins á RUV þann 12. febrúar sl. þar sem fjallað var um atvinnuleysi. Það er ágætt að sjá að ráðamenn þessa lands hafa séð það að það hafi verið þörf á vítamínssprautu inní íslenskt atvinnulíf. Þó er er kjarninn minn úr allt annari átt. PENINGALEYSI! Flestir sem sem hafa lagt stund á flug hafa orðið varir við óhemju kostnað sem því fylgir, jafnt sér til dægrardvalar eða framdráttar til atvinnu í framtíðinni. Þar einmitt kemur póllinn sem ég vildi aðeins heyra frá ykkur. Ég tel að flest okkar séu ekki “millar” og staðgreiðum ekki eftir hvert flug útí banka eða straujandi kort sem synjar manni aldrei. Heldur þetta meðalljón sem hefur verið drifið út í þessa fíkn að geta flogið með hjálp flugvéla eða þyrla. Nú þarf einmitt engan stærðfræðing til að sjá ca. hvað það kostaði einkaflugmann nýkominn með skírteini ca.700þús og nýútskrifaður atvinnuflugmaður meða ca.250 tíma er eitthvað í kringum hvað gróft tæpar 3 milljónir eða minna (tölurnar eru ekki “pointið”mitt). Nú er komið að því að spá aðeins hvernig í and”&%$ á maður að hafa efná því að borga þessar skuldir, lifa og fljúga. Nú er einmitt komið að því sem ég vildi fá að heyra í ykkur… ég er bara í venjulegri vinnu því ég hef enga sérhæfða háskólamenntun eða því um líkt annað en JAR CPL/IR/FI/frozen ATPL -skírteinið og það er að skila ca eftir skatta 140 þús. Og með mínar skuldir get ég engan vegin farið í framhaldsnám í Háskóla til að auka tekjurnar. Ok ég veit ekkert hvernig þið farið að þessu en ég engan vegin næ enda saman eins og ég reikna dæmið með að fljúgja upp í flugfélaga lágmarkstíma allt frá 500hrs uppí 1000 með krosslagða fingur um að ekki þurfa að fara að kaupa tékk sjálfur á einhverja vinnuvél. Bara endilega ef þið farið eitthvað örðuvísi að þá endilega deilið því hér, en enga helvítis þríhyrnings-vinnu fyrirtækja kjaftæði og fundi eða Tupperware og Herbalife.
Pez-rules