Hvað er þetta netflug ? Er eitthvað hægt að læra á því ? Geta margir flogið saman ? Er þetta raunverulegt ? Hvers konar fólk er það sem flýgur í netflugi ? Er ekki flókið að komast inn ? Afhverju ekki að fljúga bara sjálfur í alvörunni?

Netflug er þegar þú flýgur með flugumferðarstjórn og öðrum flugmönnum í gegnum flight simulator.. Er hægt læra á því? .. já það er hægt þar sem þetta er mjög raunverulegt, ég hef lært mikið af netflugi…Fólkið sem flýgur eru flugmenn verðandi flugmenn eða bara venjulegt fólk sem finnst gaman að fljúga … það er í fyrstu flókið að komast inn jú… en það venst og það verður mjög auðvelt.. Þú getur flogið í allvöru en það er bara dýrara … Svo að fljúga á netinu .. þá deyrðu ekki ef þú hrapar :)

Netflug er hlutur sem fer ört vaxandi hér á landi og um heim allan. Netflug eru flogin með hjálp flughermisins Microsoft Fligt Simulator en einnig eru fleiri forrit notuð til að gera þetta eins raunverulegt og hægt er, og það hefur tekist mjög vel. Þetta er bæði fræðandi og skemmtilegt í senn. Það hefur heyrst að þessi þjálfun sem menn fá þarna t.d. í að fljúga blindflug á netinu hafi hjálpað mönnum sem lent hafa í hremmingum í einkaflugi að bjarga sér. Í netflugi kynnist maður einnig almennum flugreglum og flugumferðarstjórnun er mjög fullkomin. Um heim allan eru starfandi öflug netflugfélög og eru tvö hér á Íslandi, það er Icelandair-Virtual (www.icelandair-virtual.com) og Flugfélag Íslands (www.flugfelagva.tk) en þau hafa staðið sig mjög vel í að efla netflug á Íslandi. Ég hvet alla sem ekki hafa kynnt sér þetta mál að gera það. Þetta er einnig mjög skemmtilegt og hjálpar til við að viðhalda fluggáfunum á köldum vetrarkvöldum. Argo þetta er einn gríðarstór server sem allir fljúga saman á. Hægt ert að fljúga á milli landa og tala við erlenda flugumferðastjórnun jafnt sem og Íslenska. Þetta er orðið það fullkomið að þetta er keimlíkt raunveruleikanum.

Tilefni þessarar greinar er gríðarstórt fly in sem verður um nk. Laugardag 1feb. (1200z-0000z) Það verða nánast allar atc stöður á íslandi mannaðar. Búið er að manna langflestar af eftirfarandi atc:
BIRD_D_CTR
BIRD_S_CTR
BIRD_E_CTR
BIRD_U_CTR
BIKF_V_GND
BIKF_V_TWR
BIKF_V_APP
BIRK_V_GND
BIRK_V_TWR
BIRK_V_APP
BIAR_RADAR
BIAR_V_TWR
B IVM_V_TWR
BICC_1_CTR
BICC_2_CTR

Nú er um að gera að fara á www.flightsim.com og ná sér í Socatavél og vera með. Látið ykkur ekki vanta. Þið getið nálgast allar upplýsingar hvernig þið eigið að tengja ykkur á slóðinni http://www.vatsim.net/gettingstarted_2002.html og http://linksmanager.com/vatsim/links12.html
http://www .arnistefanarnason.com/fromthegroundup/kennsla/panelfs2 002.htm
Hér er hin íslenska isvacc síða http://www.allineed.is/isvacc/

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega sendið mér þá mail á flug757@hotmail.com vonast til að sjá ykkur sem flest. Kveðja Fáfnir R. Árnason

- Heimildir: Jónas Þór Guðmundsson, Yousef Ingi Tamimi og Fáfnir Árnason