Astraeus vill íslendinga Í morgunblaðinu í dag er viðtal við John Mahon, yfirflugstjóra og flugrekstrarstjóra Astraeus - félaginu sem flýgur fyrir Iceland Express. Í lítilli grein til hliðar segir John að ekki sé útilokað að ráða íslenska flugmenn, ráða þurfi nokkra flugmenn á árinu þegar tvær til þrjár flugvélar bætist í flotan. Einnig er viðtal við Jóhannes Jóhannsson, formann Félags íslenskra atvinnuflugmanna, en helmingurinn af hans grein í að tala um Flugleiðir.

Í dag eru 192 starfsmenn hjá Astraeus, þar af 140 flugmenn. Þessir 140 flugmenn fljúga þeim 4 þotum sem félagið er með, því erum um 35 flugmenn á hverja þotu. Ég veit ekki hvort það sé hægt að fullyrða út frá þessum tölum að félagið ætli að ráða 70 til 100 flugmenn, þar sem þeir ætla að bæta við allt að þremur þotum, en mér finnst þetta vera nokkuð margir flugmenn á hverja þotu. Ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að Flugleiðir séu með 20 flugmenn á þotu - 10 áhafnir. Hvernig sem því líður fullyrðir John að þeir ætli að ráða flugmenn - spurningin er bara hversu marga og hvort einhverjir af þeim verði íslendingar.

Mig langar að koma af stað málefnalegri umræðu um þetta mál. Ég spyr því núna: Er erlendu flugfélagi eins og Astraeus óhætt að ráða íslendinga, má ekki gera ráð fyrir því að þeir stingi af um leið og Flugleiðum vantar mannskap?

Kveðja,
deTrix