FLUGSTJÓRAR / FLUGMENN
Flugfélag Íslands hf. óskar eftir að ráða flugstjóra og flugmenn til framtíðarstarfa á Fairchild Metro og/eða Twin Otter vélar félagsins, með heimahöfn á Akureyri.

Hæfniskröfur:
Flugstjóri Fairchild Metro:3000 fartímar eða 2500 fartímar þar af 1500 í fjölstjórnarflugvél.
Flugstjóri Twin Otter: 2000 fartímar þar af 1000 í fjölstjórnarflugvél.
Flugmenn: 500 fartímar og réttindi á fjölhreyflaflugvél.
Vera handhafar flugskírteina I flokks eða handhafar flugskírteina III flokks
með bóklegt ATP.
Blindflugsréttindi í gildi.
Læknisskoðun I flokks í gildi.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Fagmennska og góð samskiptahæfni áskilin ásamt metnaði og áhuga á að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja með umsókn:
Afrit af flugmannsskírteini ásamt áritunum og heilbrigðisvottorði.
Afrit af prófskírteini ásamt einkunnum fyrir bóklegt flugnám.
Afrit af stúdentsprófsskírteini eða öðrum sambærilegum prófskírteinum ásamt
einkunnum.
Nýtt sakavottorð.
Afrit af skráningu síðustu 100 klst. í flugdagbók.
Eftirfarandi sunduliðun flugtíma:
Heildarflugtími, blindflugstími (við blindflugsskilyrði), flugtími sem flugstjóri, flugtími á fjölhreyfla flugvélar og flugtími sem flugkennari.

Umsóknarfrestur: Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins við Reykjavíkurflugvöll, eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Skriflegar umsóknir berist starfsmannastjóra Flugfélags Íslands fyrir 21. desember 2002, frestur til að skila sakavottorði er til 30. desember.