Aflmissir Eclipse? Ég hef áður ritað hér á huga um hina spennandi þróunarvinnu sem á sér stað hjá Eclipse Aviation, varðandi hönnun og framleiðslu á byltingarkenndri einkaþotu. Hinsvegar berst í gær fréttatilkynning sem gæti breytt öllu í þróun vélarinnar.

Eclipse tilkynntu að þeir hafa hætt samstarfi við Williams International og hyggjast ekki nota EJ22 þotumótorana frá þeim í Eclipse þotuna. Þeir hyggjast hinsvegar tilkynna innan 2 vikna hvaða mótora þeir ætla að nota í staðinn. Það hefur ekki verið neitt launungarmál að Eclipse hönnuðurnir hafa lent í vandræðum með að nota þotumótorinn frá Williams. Þotan flaug einungis einu sinni með Williams mótorunum, en þeir voru sendir strax eftir það flug til föðurhúsana þar sem þeir uppfylltu ekki kröfur Eclipse. Margir í flugbransanum litu einungis á að þetta væri eðlilegir byrjunarörðuleikar. En stjórnarformaður Eclipse, Vern Raburn segir svo ekki vera. Hann segir mótorana ekki hafa skilað ætluðu afli, og hann hefur áhyggjur af því að mótorarnir séu ekki áreiðanlegir og endingargóðir, miðað við kröfur Eclipse varðandi endingu og gæða sem krafist er m.a. í flugtaxa bransanum. Hann segir að þegar vélin flaug í fyrsta skipti í ágúst sl. hafi verið hitatakmarkanir o.þ.a.l. afltakmarkanir miklar, hafi vélin sem var einungis með lágmarksútbúnaði til flugs verið á mörkunum að geta flogið.

Sökum þessa “aflmissis” Eclipse, hefur tilraunaflugvélin verið jarðbundin síðan í ágúst. Eclipse hefur hinsvegar verið á höttunum eftir því að finna nýjan framleiðanda á mótorum fyrir vélina, og segir stjórnarformaðurinn að 2 stórfyrirtæki séu að bjóða í verkið. Hann neitaði að gefa upp hverjir, en sagði þó að þeir yrðu útfærðir út frá mótorum sem eru til, en ekki hannaðir frá grunni eins og Williams EJ22 mótorarnir. Leiddar eru líkur að því að General Electric, Pratt & Whitney eða jafnvel Honda séu fyrirtækin sem átt er við. Hann viðurkennir að hvaða mótor sem verði fyrir valinu, verði þyngri og þyrstari en upprunalega hönnunin, sem kemur til með að koma niður á hleðslu og flugdrægi vélarinnar. Hann segir hinsvegar að vélin eigi að hafa meira afl, þannig að hægt sé að auka hleðsluna með hærri farflugshraða, það þarf hinsvegar að finna pláss í skrokknum til að bera aukaeldsneytið.
Þó svo að ákvörðun um hvaða mótor verði notaður verði tekin væntanlega núna í desember, þá viðurkennir Eclipse að dagsetning tegundarviðurkenningar sem áætluð var í desember 2003 muni seinka. Þá er spurt hve mikil seinkun? “Ég get talað í allan dag um áætlanir okkar” , segir Raburn, “en það sem við þurfum að gera er að afhenda flugvélarnar.” Hann segir að allt sem viðkemur framleiðslu á flugvélaskrokknum hafi staðist hingað til. “Eclipse brást ekki, heldur Williams”, segir Raburn.

Williamsmenn aftur á móti eru annarrar skoðunar og sögðu í yfirlýsingu í gær að þeir hafi skilað því sem til var ætlast í upphafi, en hinsvegar hafi Eclipse ávallt beðið um meira afl, sem ekki er mögulegt að fá út úr þessum litla mótor.

Það er nokkuð ljóst að einhver ágreiningur er á milli þessara tveggja fyrirtækja og verður spennandi að sjá hvað skeður á næstu vikum og mánuðum í þessu máli.

Þýtt og endursagt m.a. af avweb.com

Otri