100 ára afmæli vélknúins flugs 2003 Sælir Hugaðir félagar.

Ég var að velta því fyrir mér, þar sem Oshkosh tókst svona svakalega vel, hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að fljúga til Kitty Hawk á næsta ári? Þann 17. des. 1903 flugu Orville og Wilbur Wright fyrstu vélknúnu flugvélinni og það eru því 100 ár síðan, á næsta ári. Væri ekki viðeigandi að skreppa þangað? Ég skora á Fyrsta flugs félagið að standa nú virkilega undir nafni bókstaflega og skipuleggja nú þegar og taka við bókunum í ferð til “okkar Mecca”. Geri fastlega ráð fyrir að það verði Atlanta vél sem fer með okkur ef af verður. ;-) Hvers vegna ætli það sé?