Hvað er að gerast hjá Atlanta?
Það gengur greinilega mikið á í viðskiptaheiminum um þessar mundir. Bankar seldir og flugfélög ganga kaupum og sölum.
Hja Atlanta hefur Kári Kárason (flugstjóri F-50 hja FÍ) tekið við stöðu flugrekstrarstjóra og nýjir hluthafar að hasla sér völl hjá félaginu. Auk þess hefur hlutafé félagsins verið aukið (skildist mér á fréttum).
Er að vænta einhverra áherslubreitinga hjá félaginu hvað varðar rekstrarþátt félagsins eða ráðningar íslenskra flugmanna?
Það væri nú gaman ef fréttamenn spyrðu þessara spurningar fyrir okkur “ hina atvinnulausu”, hver stefa félagsins sé varðandi þessi mál.
Vonandi á Atlanta eftir að stækka og dafna enn frekar og vonandi fá fleiri flugmenn fasta vinnu hjá þeim.

kv. P