Hækkanir afborgana í BNA. Hér sjást endurstillingar á lánum í BNA sem munu ganga yfir á næstu árum.
Við það stórhækka mánaðarlegar greiðslur, þegar vextir á breytilegum lánum hækka. Sú þróun er nýlega hafin af alvöru. Þessum lánum hefur verið veitt fólki sem ekki hefur haft raunverulegt efni á þeim eignum sem það keypti. Greiðslubyrðinni var því látin vera lág fyrstu 2-3 árin en rýkur svo upp eftir það. Sá tími er nú hafinn.

Á næsta ári nær Subprime Reset hámarki en ekki tekur betra við á eftir það.
Þá byrjar “Optional ARM” að resetast.
En 80% sem tóku þau lán borga bara lágmarksgreiðslur þannig að höfuðstóllinn á láninu hækkar og getur farið í 110% af upphaflega láninu. Þegar þau lán byrja að resetast verður markaðurinn jafnframt þegar uppfullur af eignum eftir núverandi subprime meltdown.

Þar að auki sýnir þetta aðeins “first reset”. Margir gætu átt von á enn frekari hækkunum. Langflestir hafa síðan ekki hugmynd um að lánin þeirra munu hækka og nú þegar eru milljónir í vanskilum.

Semsagt, þetta er ekki “Biggest Bubble in History" fyrir ekki neitt, og afleiðingarnar verða í samræmi við það.