sælir..

Ég var að spá í svolitlu. Þannig er það að ég er í vinnu og er búinn að vinna á sama stað í ár en þegar ég fór að skoða launaseðlana var mér borguð eftirvinna fyrir allt sem var ekki tilgreint sem ‘dagvinnutími’. Er það rétt að þeir borgi mér eftirvinnu fyrir þetta allt eða eiga þeir að borga mér yfirvinnu? Til dæmis stendur á vr.is: Yfirvinna skv. samningi VR og FA (áður FÍS):

“Yfirvinna er vinna sem fer fram yfir hinn venjulega dagvinnutíma og á helgum dögum og laugardögum.”

Megið endilega segja mér hvort þetta er rétt eða ekki.