Ég er búinn að vera að læra tæknilega greiningu einsog “mófó” síðan í febrúar, og er búinn að stunda viðskipti útfrá tæknilegri greiningu á demo síðan í apríl. Mér gengur bara rosalega vel, er búinn að sýna framm á stöðugan gróða, og aðeins einn mánuður hefur verið í tapi, og það tap var minna en 1 % af heildar equity-inu. Á meðan hinir mánuðirnir hafa verið að flökta á milli 5-20 % gróða (núverandi mánuður er í 35% gróða).

Ég hef 3 skref fyrir hvert ‘trade’

1. bíða eftir góðu trade-i, þeas með góðu confluence-i. (aðeins flóknara en að segja það :) )

2. þegar ég er búinn að finna og plana trade, þá einbeiti ég mér að áhættu stjórnun, Að minnka áhættuna þegar ég get, þangað til ég er kominn með frítt trade.

3. Nú fyrst huga ég að gróða, fer eftir hverri og einustu aðstæðum hvort ég trail-a bakvið rökréttar varnir, annaðhvort þangað til að stop loss-ið sé slegið, eða take profit.



Nú væri gaman að hafa einhverja samlanda til að ræða tæknilega greiningu og hugmyndir saman, og langaði bara að athuga hér hvort einhverjir hugarar væru að stunda svona viðskipti.


friður.
A person is only limited by the thoughts he chooses.