Sælir. Ég ákvað að leika mér aðeins og reikna aðeins út tekjur hvað varðar nýja skattkerfið og gerði ágætis pistil um útreikninga mína hvað varðar tap á tekjum hjá fólki þegar það fer yfir tekjuskattsmörk. :)

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/23/thriggja_threpa_tekjuskattur_um_aramot/



“Ég rakst á helvíti magnaðar pælingar hvað varðar þetta þriggja þrepa skattkerfi. Ef ég skil þetta rétt er lágtekjuskattsmörk: 200.000.

Við gefum okkur að 4% sé sett í lífeyrissjóð og 1% í félagsgjald. Þannig núna, ef við vinnum okkur inn fyrir 199.500, þá borgum við 37,22% í skatt. Sem þýðir að útbogað fengjum við 159.476.

Ekki nema 1.500 krónur af vinnu í viðbót myndi gera það að verkum að við fengjum 201.000 kr. og værum yfir lágtekjuskattsmörkum og borgum þá 40,12%. Þá fengjum við 154.514 krónur útborgað.

Þannig ef við viljum vera extra ”dugleg“ og vinna fyrir þessum 1.500 krónum í viðbót þegar þið eruð með 199.500 fyrir myndi skila sér í því að þið fengjuð samtals 4.962 krónur minna útborgað.

Ef við miðum við meðallaun ómenntaðs manns sem vinnur á skyndibitastað, sem er uppúr 1.200 myndi ég giska á, þá tæki það hann 7,54 klukkutíma að vinna upp það tap sem af þessu verður, sem eru samtals 9.042 krónur af vinnu sem fer í að vinna upp tapið sem verður af skattshækkunum við mörkin. :)

En ef þetta kerfi á að ganga í gegn, þá fylgir þessi skerðing því að sjálfsögðu, vegna þess að einhvers staðar þurfa mörkin nú að vera og þar af leiðandi skerst af launum fyrir extra dugnað 1x - 2x í mánuði. :) ”

Hvað finnst ykkur um þetta? :)