Verðbólga meiri hjá aðildarríkjum Myntbandalags Evrópu

Verðbólga var meiri að meðaltali hjá þeim ríkjum sem aðild eiga að Myntbandalagi Evrópu (EMU) á síðasta ári en hjá EES-ríkjunum. Verðbólga síðustu tólf mánuði mældist 2,5% að meðaltali í ríkjum EES en mældist á sama tíma að meðaltali 2,7% í aðildarríkjum Myntbandalagsins.

Mest verðbólga hjá EES-ríkjunum var hér á landi eða 9,8% að meðaltali. Mest verðbólga hjá aðildarríkjum Myntbandalagsins var á Írlandi eða 5,2% að meðaltali. Verðbólgan var minnst í Bretlandi af ríkjunum á EES-svæðinu, eða 1,6% að meðaltali, en Bretar eiga ekki aðild að Myntbandalagi Evrópu eins og kunnugt er.

Heimild:
“Verðbólga mest á Íslandi af EES-ríkjum” - Morgunblaðið 2. mars 2002.

Hjörtur J.
Með kveðju,