ég er núna búinn að lesa 3 seinustu þræði sem snúast um að maður getur grætt pening á netinu og verður bara milljónamæringur á nokkrum mánuðum.

allir þeir sem gerðu þessa þræði eru bara með 2-10stig á huga sem þýðir mjög líklega að þetta er eina og sama manneskjan sem gerir alla þessa þræði.

allavegna þá trúði ég þessu og ég skráði mig inná síðuna.. og ALLAR þessar síður krefjast þess að þú borgir einhverja ákveðna upphæð til þess að vera með sem að sannar að þetta er allt saman kjaftæði.

það var líka hægt að græða pening án þess að borga pening en þá er maður að fá 0.01 dollar fyrir hverja auglýsingu sem maður klikkar á og þarf að vera 30sek á hverri auglýsingu.

og ég þori að veðja að þó maður myndi safna einhverri upphæð með að gera þetta frítt þá myndi maður aldrei fá peninginn inná bankabókina sína..
Stjórnandi á /Golf