Ég gæti nánast ælt. Þeir voru að kaupa í sjálfum sér fram og tilbaka til að búa til einhver feik pappírs verðmæti.
Svo eru menn einsog Sigurður Einarsson(fyrrverandi bankastjóri Kaupþings) að lýsa yfir áhuga á því að kaupa kaupþing í Luxemborg ásamt vel völdum efnamönnum frá útlöndum. Afhverju er ekki búið að frysta eigur þessa manns þar sem hann hagnaðist á íslendingum með svívirðilegum hætti. Stýrði bankanum í þrot og ætlast til að sleppa? Afhverju eru þessir menn ekki látnir borga af þessum lánum sem ríkistjórnin var að taka. Þeir eru sekir um bankahrunið með sýnum stjórnarháttum og að upplýsa ekki stjórnvöld um raunverulega stöðu bankana. Nýleg dæmi: FL Group/Stoðir og Glitnir voru að kaupa í sjálfum sér til að búa til föls pappírs verðmæti og verða vonandi kærðir fyrir skattasvindl. Svo voru þessir bankamenn að stofna útibú í Hollandi á þessu ári og Icesave í Bretlandi. Bara til að fá saklaust fólk til að leggja spariféð sitt inn. Kaupa svo hlutabréf fyrir það og tapa öllu. Svo eiga skattborgarar að borga skuldir þeirra!!!
Frysta á eignir þessa fjárglæpamanna eða ræna þá ærunni.
Ekki samt gleyma því að þetta umhverfi var gert kleift af hálfu stjórnvalda í tíð Davíðs Oddsonar(sem talar núna í hringi). Þar sem Geir Hilmar Haarde núverandi forsætisráðherra voru við borðið þegar þeir afhentu þessum mönnum bankanna í einkavæðingu þeirra án þess að þeir höfðu neina eða mjög takmarkaða reynslu af því að stjórna þeim.
Ber þeim ekki að víkja tafarlaust?