hérna hér ég veit að þetta er kannski fullseint að nefna þessa hugmynd að lausn á ICESAFE deilunni, en hefur engum dottið í hug að klippa út milliliðinn breska ríkið og eiga beint við innistæðueigendurna?

Setja upp nýtt heimabankanet þar sem greiddar eru út þessar 20000 Evrur til þeirra sem geta fært sönnur á að þeir hafi átt innistæður inná ICESAFE, þannig myndi vera komið til móts við efnaminni innistæðueigendur, sem eru eflaust meirihluti þeirra sem hafa borið skaða af þessum deilum, afgangurinn eða þeir sem áttu meira en 20000 evrur væru mjög lágværar raddir, sem gætu beint athygli sinna að sinni eigin ríkisstjórn fyrir bætur á því sem umfram vantaði, skv því að bönkunum beri skilda að greiða þessar 20000 og ekki meira.

Svo ef stöðvun starfsemi Landsbankans í Bretland hindri greiðslur til eitthverra innistæðu eiganda sökum skorts á upplýsingu til staðfestingar á inneign viðkomandi innistæðueiganda þá getur viðkomandi innistæðueigandi bara átt sökótt við sín eigin yfirvöld fyrir að standa í vegi fyrir að honum séu greiddar þær bætur sem hann á rétt á vegna áframhaldandi frystingu á starfsemi Landsbankans í Bretlandi.

Ég veit náttúrulega ekki mikið inní bankaviðskiptum en að klippa Breska ríkið útúr myndinni að bjóða innistæðueigendunum þessa lausn framhjá Breska ríkinu hljómar bara sem mjög æðislegt “FEIS” á Brown og Darling, enda alveg eins hægt að láta fólkið logga sig inná ICESAFE í gegnum .is lén einsog .co.uk lén.

Bætt við 17. nóvember 2008 - 21:45
Stafsetningarvillur ég veit, var að flýta mér að specca nýniðurhlaðinn en engu að síður gamlan og góðan þátt af “Já Ráðherra” ;)
...