Eins og oft með okkur Íslendinga þá eru öfgarnar miklar, við förum hátt (á ýmiskonar fylleríum) en förum svo niður í mikla dali (þynnku ?) og þetta virðist vera eins í okkar athafna og fjármálalífi en þetta enduspeglast ekki sýst í okkar “athafnalistamönnum” eins og Einari Ben.

Nú er búið að tala mikið um skelfilegar byrðar sem yrðu lagðar á okkur með því að taka á okkur skulid vegna Icesave en kannski verða þær ekki svo slæmar, en af hverju vorum og höfum alltaf verið jafn áköf að koma skuldabyrðum á okkur sjálf vegna kaupa á allskynns drasli af því að Fúll á Móti var að kaupa það ?

En svo ég komi að kjarnanum þá var ég að lesa grein eins af þessum Bandaríksu fjármálafræðingum sem segir að USA sé í djúpum skít og sé sífellt að grafa sér dýpri gröf varðandi skuldir. Sem dæmi segir hann að til að byrja að borga skuldir ríkisins þyrfði að hækka skatta í 68% og halda þeim þar, heldur einhver að það verði gert í “worlds greatest democracy” þarna sjáum við kannksi einmitt skipbrot lýðræðisins; ef almenningur vill ekki skattahækkanir verða þær nokkur tímann þó allt stefni til helvítis eins og mér skilst að sé að gerast í USA ?

Var það ekki einmitt sem gerðist hér,(kannski best að það gerðist ekki seinna eins og einn fræðingurinn sagði)