Var að lesa hérna í The Economist eftirfarandi:

Icelandic Government has taken a 75% stake in Glitnir, a bank with outrageous reliance on gummed-up wholesale funding markets.

The problem is that attempts to shore up liquidity do not necessarily address the capital shortfalls, and vice versa.. Glitnir´s capital ratio looks robust after the government´s investment, for example but its CDS spreads still surge, indicating rising fears of a national crisis.

Ef ég skil þetta rétt þá var Glitnir með ofur áherslu á heildsölu fjármögnunar mörkuðum sem þýðir væntanlega frekar einhæf og áhættusöm fjármálastefna.

Svo að staða bankans eftir kaup ríkisins á 75% hluti sé enn ótrygg vegna vaxandi ótta yfir landlægu skelfingarástandi.

Nú veit ég að fólk er ekki að flokkast saman fyrir utan útibú Glitnis til að taka út peningana sína svo manni verður hugsað til þess hvernig fólk stóð í röðum fyrir utan Northern Rock í Bretlandi fyrir hálfu ári síðan til að gera einmitt það, svo hvar er skelfingin? og hverjir eru að predika hana fyrir erlendum fjölmiðlum, við Íslendingar kunnum þó að halda ró okkar þótt við séum eðlilega áhyggjufullir einsog allir aðrir í heiminum eru á þessum tímamótum að mínu mati.
...