Ég tel mig vera fastagest á þessu áhugamáli og mér finnst fátt leiðilegra en það að þegar ég ætla að gá hvort það sé eitthvað nýtt efni á síðunni þá verð ég vanalega fyrir vonbrigðum.

Seinustu 2 mánuði hafa komið 11 korkar og 3 greinar sem komu allar nánast á sama dag :) Eins og það hafi verið lægð yfir landinu og svo lögðu menn í púkk og duttu í hug að skrifa greinar :)

En það er eitthvað sem mér finnst vanta á síðuna eins og að fólk láti heyra meira í sér. Deila með öðru fólki góðum fróðleik og þess háttar.

Ég er mikið byrjaður að spá í öllu sem tengjist pening á einhvern hátt. Þó er ég ekki byrjaður að fjárfesta í neinu en það mun vonandi breytast fljótlega. Það sem ég legg mestar áherslur á er hvað ég er að eyða í og er ég með gott bókhaldskerfi í excel formi sem ég get sent ykkur ef þið segjið mér e-mail þá er það minnsta mál. Getið sent mér það í private message svo þið séuð ekki að láta alla fá póstföng ykkar. Með þessu bókhaldi (og hvaða bókhaldi sem er) get ég flokkað tekjur og gjöld í sér flokka og excel skjalið sér um að reikna allt. Og svo er einfalt að breyta heitum á flokkunum til að laga þær af ykkar þörfum.

Þetta er ykkur allveg að kostnaðarlausu.

Ég tel þetta vera fyrsta skrefið fyrir fólk sem vill eiga pening því ef maður heldur svona bókhald þá sér maður nákvæmlega í hvaða vitleysu útgjöldin manns eru að fara í :).
(\_/)