Sæl verið þið.
Ég er að fara að skreppa erlendis bráðum, til lands þar sem evran er við lýði.

Í dag [gær 16.05] skrapp ég í bankann og ákvað að versla mér þónokkuð margar evrur, þar sem ég sá að gengið hafði fallið niður í 114 kr. fyrir hverja evru. Síðan þegar ég kem heim, þá sé ég á kvittuninni að þar stendur “Gengi: 117,74”.
Svo kíki ég inn á heimabankann minn og sé það að evran fór hæst í 115 og e-ð kr. En aldrei 117 og e-ð.
Svo ég var bara að spá hvort bankinn hefði verið að svindla á mér (það munar alveg nokkuð miklu, þar sem ég keypti það margar).
Er það ekki rétt sem ég hef haldið að þegar að það stendur “Gengi” þá er það gengið sem er þegar erlendi gjaldmiðillinn er keyptur og það er ekkert reiknað inn í þá tölu e-ð annað?
Öll svör eru vel þegin ;)
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann