Sæl,

Ég er að spá í að fá mér kreditkort ástæðan er sú að ég þarf að nota kreditkort t.d þegar eg fer næst til útlanda og ef ég er að versla í gegnum netið svo dæmi sé tekið.

Núna veit ég ekki mikið um hvernig kreditkort ég ætti að fá mér. Flestir tala um hva svartakortið sé gott en ég er búinn að vera að leita á kaupthing, landsbankanum, glitni og netbankanum og þau eru ekki með svartakortið svo ég þori valla að fara út í næsta útibú og gera mig að fífli :)

- Ég er námsmaður og mig langar að vita hvaða kreditkort ég ætti að fá mér, hellst ódýrt með góðum kjörum og það væri ekki verra að það væri hjá kaupthing þar sem eg stunda mín viðskipti við þá.
(\_/)