Ég er ekki viss hvort þetta ætti að koma hingað eður ei.
En fannst þetta vera basicly eini staðurinn sem þetta gat komið á.

En allavega.
Ég var að pæla, þarf maður einhvað leyfi til að stofna netverslun hér á landi ?

Þá meina ég netverslun s.s. t.d. Dótabúð, geisladiska búð or something ?
Ef svo, hvar er hægt að nálgast það leyfi?

Og annað, er í lagi að versla þá frá hvaða búðum sem er, og selja það svo á netinu, eða verð ég að nálgast heildsölur ?
Ef heildsölur sé það eina, hvað gerist þá ef íslenskar heildsölur selja ekki þá hluti sem maður er á eftir?

Þakka öll nýtsamleg svör.
Bambi