Mig langaði að spyrja hvernig öll útrásin hefur verið fjármögnuð. Þá vil ég spyrja hvort þeir eigi raunverulega eitthvað eða er þetta í langmestum hluta eignir sem eru borgaðar með lánum. Því ég hef það einfaldlega á tilfinningunni að þetta eigi allt saman eftir að hrynja. Segum til dæmis að það kæmi heimskreppa, hvernig myndi þá þessu útrás standa, eða er einhver yfir höfuð búin að hugsa út í þetta? Ég hef það nefnilega á tilfiningunni að græðgin sé orðin það mikil hjá þessum “útrásarmönnum” að þeir eru hættir að sjá að sér. Eru þeir gera sér grein fyrir áhættunni (ef hún er einhver yfir höfuð) sem þeir eru að taka? Mig langaði bara að fá umræðu þetta og helst eins hlutlausar útskýringar og hægt er.