Hef verið að pæla hvernig það virkar ef þú ætlar að kaupa íbúð sem er verðmerkt 17 milljónir með áhvílandi lán upp á 11 milljónir. Þú borgar kannski 3 milljónir upp í íbúðina í byrjun og ætlar að taka yfir þetta áhvílandi lán. 3 mill + 11 mill. lánið = 14 mill ca. sem skilur eftir sig 3 milljóna króna gat til að þú munir borga 17 mill fyrir íbúðina.

Hvernig? Breytirðu samkomulag lánsins til að bæta upp þetta gat eða tekurðu annað lán upp á þessar 3 milljónir sem vantar upp á?

Ohh, markaðsheimurinn í dag. Peningar peningar peningar : P
Guð elskar þig,- en Djöfullin elskar þig meira