Á að hafa sparað “meðalfjölskyldu” um 300 þúsund krónur í fyrra. Þetta segir Þóra helgadóttir hagfræðingur hjá Kaupþingi. Hún segir í stuttu máli að laun fólks hafi ekki hækkað (of mikið) vegna þess að erlent vinnuafl tekur mun minni laun fyrir vinnu sína. Þetta á að hafa haldið í i við verðbólgumyndun eða eitthvað í þá áttina.

Hún viðurkennir allaveganna slæmu hliðina á málinu en tekst með herkjum að mála hana góða.
Veit ekki hvort hún telur með minni eyðslu vegna þess að mikill hluti tekna þeirra er sendur erlendis, hún hlýtur að gera það en ég sá þetta bara tekið saman í blaðinu “markaðurinn” og fannst þetta athyglisvert “spin” á þetta hitamál.

Fyrir mér virðist þetta vera t.d einhvernveginn eins og maður sem stendur á vegi og það er bíll í hundrað metra fjarlægð, annar maður kemur og rífur hann í burtu og segir að ef hann hefði ekki tekið hann frá hefði bíllin klesst á hann.
En það er ómögulegt að segja.